Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 84
80
Fiskirannsóknir
Andvari
að skoðast sem byrjunar-rannsóknir, sem þarfnast ítar-
legri staðfestingar, og eins yrði að taka fisk frá öðrum
ströndum landsins, en SV- og V-ströndinni, betur til
meðferðar, en eg hefi gert. Hreistrið virðist ekki nýtilegt.
Fiskur sá, sem eg hefi rannsakað, er oftast fekinn úr
fiskamögum, eða þá fenginn í botnvörpu á >Þór< og
>Dönu«, eða í fyrirdráttarnætur. í mögum stútungs,
þyrsklings og ýsu er oft svo mikið af ómeltu síli á
ýmissi stærð, að óþarfi er að veiða það með sérstökum
veiðarfærum. Útkoman af mælingunum er sýnd í einni
töflu, á bls. 79. Svo hefi eg einnig lesið aldur sílis frá
ýmsum stöðum á kvörnunum og mun skýra frá útkom-
unni að nokkuru leyti hér á eftir.
Um töfluna er það að taka fram, að fiskurinn frá
hverjum stað eða tíma er í dálki sér og dálkarnir til
hægðarauka auðkenndir með bókstöfum, A, B, C o. s.
frv.1) Fiskunum í hverjum dálki er svo raðað eftir lengd
(sbr. töfiuna á bls. 85 í síðustu skýrslu), en dálkunum
með Faxaflóa-síli raðað eftir mánuðum ársins til auð-
veldara samanburðar. — í sumum dálkum töflunnar
vottar greinilega fyrir stærðarflokkum, í sumum, eins og
B, F, N, S og U, að eins fyrir einum, í öðrum eins og
C, H, K og O, fyrir tveimur og í E og ], jafnvel fyrir
þremur. I D og M eru nokkurir stærðarflokkar runnir
saman í einn >langan< flokk.
Þá er næst að íhuga, hvaða upplýsingar mælingarnar,
sem skráðar eru í töflunnl, gefa um aldur sandsílisins, og
er þá fyrst að benda á, að neðstu tölurnar í E og töl-
urnar í S sýna fisk á 1. ári (0 fl.), fisk sem klakinn er
að vorinu (hvort sem eggin eru gotin þá, eða ef til vill
1) Fiskurinn I T og U er mældur af Dönum. + merkir fleira
af ómældum fiski á sömu stærð.