Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 49
Andviri
Fiskirannsóknir
45
og kom líka á Eyrarbakka og Stokkseyri og skoðaði
hina nýju fiskibátabryggju á Bakkanum. Enn fremur vil
eg geta þess, að eg hefi verið síðan í mars í vetur er
leið í samvinnu við þá Krabbe vitamálastjóra og Emil
Jónsson, bæjarverkfræðing í Hafnarfirði, um að gera at-
huganir viðvíkjandi áhrifum trémaðks og tréætu á bæjar-
bryggjuna í Hafnarfirði. Fór eg eitt sinn til Hafnarfjarðar
á síðast liðnu sumri til þess að sjá, hvernig trjám þeim er
fyrir komið, sem eiga að sýna árásir hinna ofangreindu
skaðræðis-kvikinda. Tilraunir þessar eiga að standa í
tvö ár, og mun þá verða gefin út skýrsla um útkomuna
af þeim.
Loks er að geta þess, að það stóð til sumarið 1927,
að prófessor Jóhannes Schmidt, forstöðumaður samþjóða
fiskirannsóknanna hér við land, kæmi hingað og dveldi
hér um tíma; en þegar að því var komið, að hann legði
af stað, varð hann sjúkur og mátti hætta við ferðalagið.
Stóð til, að við töluðum saman um ýmislegt, er snerti
rannsóknirnar hér, og fyrst ekki varð úr því, að hann
kæmi hingað, varð eg að fara til Kaupmannahafnar, til
þess að hitta hann. Fór eg 14. sept. og kom aftur 8.
okt. Komum við og Mortensen, fiskimálastjóri Dana,
okkur saman um nokkur rannsóknaatriði, sem þegar
hafa verið framkvæmd að nokkuru leyti (mælingar, merk-
ingar o. fl.), og varð því för mín til þess að spara send-
ingu manns á ráðsamkomu í Kaupmannahöfn síðastlið-
inn vetur. A leiðinni heim kom eg við í Edinborg og
hitti þar að máli forsetann í Fishery Board for Scotland,
Mr. David Jones, og fekk hjá honum ýmsar upplýsingar
viðvíkjandi dragnótarbrúkun við Skotland (sjá síðar).
Skal nú skýrt nokkuð nánara frá sumum af rannsókn-
um þeim, er eg hefi minnzt á hér að framan.