Andvari - 01.01.1929, Page 95
Andvnri
Fiskirannsóknir
91
kúluhreppi á hverjum vetri og fengu þeir hæstu oft
um 100 vöðuseli með bát, allt »á rá«, sem kallað var
og taldist svo til, að meðaltalið af hverjum sel væri 12
fjórðungar af skinnlausu spiki og talið að færu 24—25
fjórðungar af selspiki í lysistunnuna.
Veiðin var stunduð á tveggjamannaförum, vöðubátum,
með skotmann og tvo valda ræðara á hverjum bát.
Vöðubátarnir voru mjög ganggóðir og vel Iagaðir til
þessarar veiði, höfðu plitt frammi í barka og bita yfir,
með gróp í miðju (sbr. áður sagt um hvalabátana).
Annar útbúnaður var ekki, nema ráin og skutlarnir.
Ráin var 6 áln. löng, þráðbein úr ágætu efni, með holu
upp í fremra enda, áttstrend um miðju, vel sívöl til
beggja enda og með tveggja þuml. eirhólk á fremra enda,
með holu upp í endann. fyrir skutulinn. 2 snærishemlur
héldu flauginni, sem kölluð var, aftur með ránni; var
flaugin föst á skutlinum, en rakin vel greið niður f fremra
stafnlok. Hún var úr P/2 pds. Iínu, 20—22 fðm. löng,
með áföstum sterkari snærishnoða, er hafður var til
þess að gefa selnum eftir til botns, þá skutullinn kom í
hann, því að þá strikaði hann niður til botnsins; var sel-
urinn svo dreginn undir borð, sem næst að hægt var
og þurfti lag til þess. Var þá skutlað í hann öðrum
sterkara skutli (íburðarskutli), með sterkara snæri, og svo
dreginn með valdi að bátnum, yfirunninn og innbyrtur.
Um 1860—1865 var farið að leggja selanætur og líka
að skjóta selinn; fór honum þá að fækka, en þó hélzt
nokkur veiði til 1875. Eftir það komu þó á hverjum
vetri smáhópar, sem svaraði 20 selum í hverjum, en
1880 að eins einn og einn á stangli.
Arnfirðingar eru þeir fyrstu, sem byrjuðu þessa veiði-
aðferð með rá og skutul, enda voru gömlu Arnfirðing-
arnir afburðamenn að skutla; þeir skutluðu svartfugls-