Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 77
Andvari
Fiskirannsðknir
73
skipinu á Þðrshafnarlegu 26. ág. og á leið þangað inn
hafði 1. styrimaður séð eitt stórhveli úti á firðinum. 31.
ág. sá eg eina hrefnu úti fyrir Reykjaströnd og var það
síðasti hvalurinn, sem eg sá í ferðinni, allt til Reykja-
víkur. Sést af þessari skýrslu, að langmest bar á hvöl-
um (hrefnu og háhyrnu) á Skagafirði og út af Skaga
(Skallarifi), þar sem mest var um það leyti af síldinni;
enda eru báðir þessir hvalir síldarætur. Annars hefir að
sjálfsögðu verið margt af þessum hvölum um þetta leyti
á ýmsum svæðum, sem eg kom ekki á, og mikið var
um síld, en um það hefi eg engar upplýsingar.
Sagt var mér að nokkur stórhveli hefði verið á Skjálf-
anda i vor og 3 í ísafjarðardjúpi eitt sinn í sumar, án
þess menn gætu sagt, hvaða tegundir það væru. 8 hrefn-
ur höfðu verið skotnar í ísafjarðardjúpi og 6 á Arnar-
firði. í Grindavík hafði orðið vart við háhyrnu saman
með síld í júní, og í júlí hafði verið þar margt af stórum
reyðarhvölum (langreyði?), einkum við Reykjanes, og í
okt.—nóv. var oft margt af reyðarhvölum á grunnmiðum
Grindvíkinga. Einnig hafði verið mergð af stórhvelum
við ísinn á Hala í haust. Marsvínarekinn á Akranesi í
nóv. 1928 hafa menn lesið um í blöðunum. Annar-
staðar frá hefi eg lítið heyrt um hvali, og á ferðum
mínum út í Faxaflóa hefi eg enga hvali séð, nema ef
til vill einstaka hnísu, og margt var af henni á Selvogs-
banka einn daginn í vor, þegar eg var þar.
Maurildi var mikið í sjónum nyrðra, þegar fór að
dimma nóttina. Eg fór að sjá það síðast í ágúst. Maur-
ildi þetta stafar aðallega af dínóflagellötum þeim, sem
eg gat um í svifveiðaskýrslunni. Á henni sést, að urm-
ull þessara ósæju (míkróskópisku) vera, sem teljast til
einfrumlunga og hafa brúnþörunga iitarefni í sér, er
feikna mikill og ekki að furða, þó að birtan af þeim