Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 55
Andvari
Fiskirannsóknir
51
Það var auðséð á öllu, að þorskurinn var aðallega
vegna hrygningarinnar á þessum slóðum, því að mest
af honum var með tóman maga; þó var hér nóg æti í
botninum, þar sem allur sá feikna niðurburður var frá
öllum skipunum, en samt var ekki fæðu af því tægi að
finna, nema í tiltölulega mjög fáum, fremur en endra-
nær. Aftur á móti var síld í nokkuð mörgum fiskum,
einkum þegar leið á tímann, stórsíld í stóra þorskinum,
millisíld í stútunginum, en þó í tiltölulega fáum fiskum;
samt var það auðséð, að hann hafði betri lyst á síld
en á niðurburði, og staðfestir það enn einu sinni það,
sem eg hefi oft sagt, að þorskur smáir niðurburð, ef lif-
andi fæða er á boðstólum. í mörgum var kolmunni.1)
Af ýsu var fremur fátt þarna, en bæði stór- og
miðlungsýsa. Var stórýsan komin að gotum eða gjót-
andi. Svipað mátti segja um ufsann, en þó var til-
tölulega fleira af honum; allur stórufsinn var úthrygndur,
nema einn, sem veiddist 10. maí (sbr. síðar, bls. 57).
Margt af ufsanum var með tóman maga, en þó var síld
eða augnasíli í sumum stórufsunum (í einum voru 3
smáar stórsíldir og 3 stórar millisíldir) og í miðlungs-
ufsanum var mest augnasíli.
Af síld fengum við sárafáar í vörpuna, en það var
auðséð, að hún var komin á þessar slóðir, í Jökul-
djúpið, á 90— 110 fðm., hafi hún þá ekki verið þar
allan veturinn, því að hennar var töluvert vart í maga
sumra hinna stærri fiska, eins og sagt er frá hér að
framan. Hún kom líka glæný upp úr skötu. Síld sú,
1) Skrápflúra er stundum í þorskinum; hana gleypir hann
sennilega, þegar hún kemur ofan að, sloppin lifandi úr vörpunni.
Oft er smákarfi í þorskinum, sem hann virðist gleypa í vörpunni
á leiðinni upp; seint afneitar hann eðli sfnu.