Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 87
Andvari
Fiskirannsóknir
83
11—19 cm. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem kvarn-
irnar gefa (sbr. töfluna á bls. 82), hygg eg að stærðin
á veturgamla sílinu (I. fl.) sé í ágúst 11 — 14, að meðal-
tali nál. 13 cm, á tvævetra sílinu (II. fl.) tíðast 13—17,
að meðaltali 15 cm, á þrevetra sílinu 15—18, að meðal-
tali 17 cm og á fjögurra vetra sílinu 17—19, að meðal-
tali 18 cm. Eins og áður hefir verið tekið fram og sést
á töflunni á bls. 79. er fátt um 18 cm lagt síli, eg hefi
mælt fáein 18,5 cm og að eins eitt 19 cm og það er
mesta Iengd, sem menn vita á sandsíiinu hér við land
(við SV-Grænland er hún 25 cm).
Ekki er víst, að vöxturinn sé jafnhraður við hinar
kaldari strendur landsins og hér er gert ráð fyrir, það
er enn órannsakað mál; tölurnar í 3 síðustu dálkum
töflunnar á bls. 79 eru að svo stöddu einu gögnin til
þess að fá vitneskju um það, en þau eru allendis ófull-
nægjandi.
Um kynsþroska sandsílisins er það að segja, að eg
hefi aldrei séð síli undir 11 cm lengd með þroskuð
æxlunarfæri, en úr því öll þau sem eg hefi athugað;
og þar sem það er nú komið í ljós, að öll þau síli, sem
eru stærri en 10—11 cm, eru veturgömul eða eldri, þá
verður sandsílið kynsþroskað þegar það er orðið vetur-
gamalt, að minnsta kosti allur þorrinn, því að vel má
vera, að eitthvað af þeim, einkum hrygnurnar, nái ekki
þeim þroska, fyrr en þau eru tvævetur. Þetta kemur og
vel heim við það, að á þessum aldri kippir mjög úr
vextinum, eins og vant er að vera, þegar kynsþroskan-
um er náð. Það er sagt, að hrygnurnar séu að sínu
leyti stærri en hængarnir; eg hefi ekki getað rannsakað
þetta atriði, svo að ekki er unt að segja, hve miklu það