Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 114
110
Þættir úr menníngarsögu Vestraannaeyja
Aadnri
fjörunni. Föru menn i sama leigumála saman f þang-
skurðinn. Þurrabúðarmönnum var úthlutuð þangfjara
fyrir sig á Torfmýri.
Grasahestur, var hér hestbyrði af fjörugrösum. Þau
voru notuð handa kúm og stundum í brauð til að drýgja
mjöl. Þarakjarni var töluvert notaður til fóðurs, og var
sagt að fara í kjarnafjöru. Það er í frásögur fært um
eina þurrabúðarkonu, seint á 19. öld, að hún hafi fram-
fleytt 1—2 kúm, mikið til á kjarna og fjörugrösum. Hvort
tveggja var látið rigna úti, til að ná úr því seltunni, og
síðan þurkað. Drauð, sem fjörugrös eru í, þykja sæt á
bragð. Miklu var brennt af þara og þangrusli úr fjör-
unni og kallaö að tína rusl. Fjörumaðkur var allmikið not-
aður til beitu, einkum fyrir stútung. Skelfiskur og nokkuð.
Fláarsöl, hvk. Sölvatekja var nokkur í Eyjunum, en
þó eigi svo, að söl væru seld þaðan. Bezt þykja sölin
af svokallaðri Sölvaflá í Stórhöfða. Þar er bergruni, og
þarf eigi að afvatna þau söl. Sölvafláin liggur undir
Ofanleitis- eða Ofanbyggjarajarðir.
Ofanbyggjarar eru þeir kallaðir, sem búa fyrir ofan
Hraun. Úr Landstakksurðinni og Sigmundarsteinsurðinni
var töluverð 6ölvatekja. Söl voru etin með harðæti.
Krabbafeiti, -ar, kvk., var notuð við meiðslum.
Krabbinn var mulinn lifandi og soðinn í nýju smjöri.
Reki var mikill áður, einkum í Ðrimurð, Gunnarsurð og
Garðsenda og inni í Botni. Rekafjaran var óskipt, þar til
fyrir nokkurum áratugum, og sókti hver í kapp við annan
og höfðu miklar uppistöður og vökur, er menn voru á
sífelldu vakki yfir rekanum, og stundum hlutust slys af
hinu mikla ofurkappi, er beitt var. Áttæringar voru stund-
um 6míðaðir í Vestmannaeyjum úr tómum rekavið, og
rekatré voru söguð í árar. Árarnar í áttæring voru um
81/2 alin. í háfsspækur var mestmegnis notaður askviður.