Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 44
40
Þjóðbandalagið og ísland
Andvari
en fáir af yður, herrar mínir, hafa getað sannfærzt um
það þar, því að þér hafið ekki verið þar. Hinn göfugi
vinur minn (Robert) Cecil lávarður, hefir sannfærzt um
hið sama, því að hann hefir verið í Genéve. Hann hefir
séð, hvernig þjóðirnar vinna saman og hver andi ríkir
meðal þeirra. Það er tegund af nýrri samábyrgðartil-
finningu, sem ekki hefir þekkzt í heiminum áður. Og
veröldin getur ekki dregið úr þessari tilfinningu, og
með því að þessi samúðarandi hvetur til framsóknar,
þá hefi eg enga ástæðu til að efast um, að þjóðirnar
finna, að takmarka verður vígbúnað. Ótti sá og tor-
tryggni, sem vissar þjóðir ala hvor til annarar, af sögu-
legum ástæðum, hlýtur, er stundir líða, að missa beiskju
og réna. Þjóðbandalagið stuðlar að þessu, og eg trúi
því, að það geri það í framtíðinnic.
Sir Austen Chamberlain sagði í ræðu, er hann hélt
á kjósandafundi 1927: »Þjóðbandalagið mun eflast að
áhrifum og valdi, og samfara því verður það æ örðugra
og örðugra fyrir ríki að hefja stríð af ástæðum, sem
bandalagið getur fallizt á«. Þetta segir hinn óveilasti
enski íhaldsmaður, sem, samkv. umsögn Bernards Shaw,
ekki mundi vilja offra ögn af valdi og áhrifum hins
brezka heimsveldis til hagsmuna fyrir þjóðbandalagið.
Shaw var staddur í Genéve í september í haust,
þegar þingið stóð yfir og hafði ekki komið þar áður
síðan bandalagið tók til starfa. Hann skrifar grein í
Manchester Guardian, sem hann kallar »Realities at
Geneva*. Hann skrifar einkar hispurslaust og hefir
margt á hornum sér, og er alveg laust við, að hann
gylli það, sem hann heyrir og sér, en hann verður fylli-
lega var hins sama anda í Genéve, sem lávarðarnir
Balfour og Cecil. Hann er hrifinn af, hve frábærlega
vel Sir Eric Drummond hefir skipað starfslið banda-