Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 24
20
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
grímur Kristinsson utan í erindum sambandsins, til þess
að greiða fyrir kjötsölunni. Varð það upphaf starfs hans
í allsherjarþágu samvinnumanna á landinu. Þótti svo
mjög kveða að hæfileikum hans og vandvirkni um þessi
störf, að honum varð eigi auðið undankomu frá mjög
eindreginni málaleitun formanns sambandsins, Péturs á
Gautlöndum og annarra samvinnumanna um að taka að
sér framkvæmdastörf fyrir sambandsfélagið. Og þrátt
fyrir það, að hann kaus fremur að vinna að framgangi
þeirrar stofnunar, er hann hafði átt meginþátt í að skapa,
barst hann lengra út í straum þeirrar allsherjarþróunar
samvinnuhreyfingarinnar í landinu, er leiddi til þess, að
hann, með atbeina og fulltingi ágætra samherja, eins og
þeirra Gautlandabræðra Péturs og Steingríms, Sigurðar
í Vztafelli, Sigurðar bróður síns og fleiri, reisti frá grunni
og mótaði að öllu leyti skipulag og starfshætti öflugustu
og víðtækustu verzlunarstofnunnar í landinu, sambands
íslenzkra samvinnufélaga.
Auk þess sem Hallgrímur Kristinsson í erindrekstri
sínum vann ötullega að því, að koma kjötsölu og kjöt-
verkun samvinnufélaganna í viðunanlegt horf og afla
markaða fyrir allar búsafurðir bænda, tók hann
þegar að undirbúa sameiginleg innkaup félaganna á
erlendum varningi. Rekstursfjárskortur og vöruskipta-
verzlun félaganna hafði frá öndverðu verið sem fjötur
um fót þeirra. Og er Hallgrímur tók að losa um þetta
helsi, rak hann sig þegar á hinar sömu hindranir sem
gert höfðu upphafsmenn félaganna. Engin trygging var
af erlendum lánardrottnum tekin gild nema sameiginleg
ábyrgð allra félaganna í sambandinu. — Sumarið 1915,
þann 4. júní, ritar Hallgrímur formanni sambandsins,
Pétri Jónssyni á Gautlöndum, bréf, þar sem hann leggur
mál þetta fyrir hann og sýnir fram á, hvað gera þurfi,