Andvari - 01.01.1929, Side 32
28
Þjóöbandalagið og ísland
Andvari
Það er því ekki að ófyrirsynju að gerð sé nokkur
grein fyrir, hvernig viðhorf íslands er til inngöngu í
bandalagið og hverjir agnúar kunna á því að vera. í
þessu greinarkorni skal nú þetta athugað nokkuð, sem
og það, hverju vér kunnum að sleppa og hvað vér
hreppum, ef land vort gerðist meðlimur bandalagsins.
Það vildi nú svo til, að ísland var alveg nýlega orðið
sjálfstætt ríki, þegar þjóðbandalagið var stofnað og að
ísland kom svolítið við sögu þess þegar á fyrsta árinu,
og skal nú skýrt frá með hverjum hætti það var.
Hinn 28. apríl 1919 voru, sem kunnugt er, samþykkt
sfofnlög bandalagsins. Fám dögum síðar vakti danski
sendiherrann í París máls á því við frönsku utanríkis-
stjórnina, hvort íslandi eins og öðrum hlutlausum þjóð-
um í heimsstyrjöldinni, yrði gefinn kostur á að ganga í
bandalagið. Þessari málaleitan svaraði franska utanríkis-
málastjórnin á þá leið, með bréfi dags. 6. maí 1919,
að tilmælin væru of seint fram borin til þess, að ísland
gæti talizt til frummeðlima (original members) banda-
lagsins. Sir Eric Drummond, stórritari bandalagsins,
fekk málið til meðferðar og af hans hálfu var danska
sendisveitin í París, með bréfi 10. maí s. á., látin vita,
að ósk íslands um inngöngu þyrfti að bera fram á
bandalagsþinginu, sem ráðgert var að forseti Bandaríkja
N. A. kveddi saman um haustið það ár. Brezka sendi-
sveitin í París hafði málið líka með höndum og í bréfi
7. júlí s. á. lætur hún þess getið, að ísland þurfi að
eins að endurnýja beiðni sína um inngöngu og muni hún
verða tekin til mjög vinsamlegrar athugunar á þinginu.
Um sama leyti var málinu hreyft frá annarri hlið.
Fulltrúi ísl. stjórnarinnar í London, Björn Sigurðsson,
viðskiptaráðunautur, skrifar Sir Eric Drummond 2. júlí