Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 41
Andvari
Þjóðbandalagiö og fsland
37
en þar við bættist hinn fasti en óákveðni kostnaður við
sending fulltrúa á bandalagsþingið og verkamálaþingið.
Hver þessi kostnaður yrði, verður ekki sagt með vissu,
en ætla má, að hann yrði um 10000 kr. Úrlausnarefnið
fyrir oss verður því það: Er rétt fyrir oss að eyða
35000 kr. eða um það bil í þessu skyni?
Það verður ekki um það sagt, hve mikið fengist í
aðra hönd um fram það, sem ég áður sagði, alveg eins
og þegar einstaklingur gerist meðlimur félags, sem ekki
starfar beinlínis að hagnýtri framleiðslu. En þó er þessi
líking ekki alls kostar rétt, því að starf þjóðbandalags-
ins stefnir stöðugt öruggara í þá átt að ráða úrslitum
um fjárhags- og fjármálastefnur og að verða forráða-
stofnun mikils hluta jarðar, jafnt á verklegum sem and-
legum sviðum. Og sannast að segja mun metnaður allra
þjóða í Evrópu, nema Rússa, krefjast þess, að eiga sæti
í þjóðbandalaginu og atkvæði um mikilvægustu sam-
eiginleg mál mannkynsins. Sú afsökun, sem vér höfum,
er fátækt vor og smæð, en þó megum vér ekki gleyma
því, að þrátt fyrir smæðina hefðum vér á þjóðbandalags-
þingi jafngilt atkvæði sem hinar stóru þjóðir. Vér megum
ekki heldur vantreysta því, að vér kynnum eitthvað nýti-
legt að geta lagt til mála, því að á bandalagsþinginu
eru til meðferðar mál, sem vér berum alveg eins vel
skyn á sem annarra þjóða menn. Nú hefir bandalagið t.
d. til meðferðar áfengismálið; eg býst við því, að reynsla
vor og þekking á því sviði geti jafnazt á við hverrar
annarrar þjóðar. Þar er einnig til meðferðar mál um
fiskveiðalandhelgi og friðun fiskisvæða; þar væri það
skylda vor að láta uppi álit vort og beina athygli að
því, að lífsnauðsyn þjóðar vorrar kunni að krefjast þess,
að alþjóðalög verði sett til verndunar gegn taumlausu
drápi nytjafiska og að þetta sé ekki að eins til hags-