Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 110
106
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
íiska, stundum fjóra, þeir, sem voru sterkir. Oft var hald-
an fagurlega smíðuð og rennd, einkum handa kvenfólk-
inu. Nú eru krókarnir alveg úr sögunni.
Kró, -ar, fiskikró. Fiskhúsin í eyjum voru allt af
kallaðar krær.
Stingur, -s, -ir, kk., stöng með járnbroddi með agn-
haldi niður úr, sem koli var veiddur með.
Brugðid, honum er brugðið, var sagt um bátana, er
þeir komu að og sjá mátti að nokkuð var í þeim af fiski.
Garga milli skipa, var sagt um menn, sem ekki höfðu
fast skiprúm, en fengu að fljóta hjá hinum og þessum
þenna og þenna daginn.
Landlega, -u, -ur, kvk., þegar ekki var róið.
Landlegudagur, -s, -ar, kk., dagur á vertíð, er ekki er
unnt að róa. Langar voru landlegur stundum í austan-
rumbum.
Draga, dró, dregið, draga fisk var ekki einasta sagt
um það að draga fiskinn úr sjónum, heldur og um
flutninginn á honum frá lendingarstaðnum og upp í
fiskkrærnar, er fór fram eins og áður segir um fisk-
krókana, var fiskkróknum krækt í kjaftvikið á fiskinum
og dróst sporðurinn við jörðu. Við erum búin að draga,
þetta var langur dráttur, sagði fólk t. d. þegar 6tór-
straumsfjara var og draga varð allan fiskinn utan frá
flæðarmáli, eða þegar lent var á Eiðinu og tvídraga
varð, fyrst yfir sjálft Eiðið og svo upp úr klöppunum
heim í Sandi. Kvenfólkið annaðist dráttinn á fisk-
inum upp í krærnar og alla aðgerð á honum, nema
helzt flatningu og söltun, sem var hlutverk karlmann-
anna og þeir önnuðust fiskþvottinn á vorin.
Flagga frá, flagga frá Leið, gefa mönnum, sem voru
á sjó, merki um að Leiðin, innsiglingin inn á höfnina,
væri ófær. Var þá flaggað á Skansinum, og lögðu menn