Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 22
18
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
hverjum gjaldeyri þeir hygðust að greiða skuldir og
andvirði vara á komandi sumri og hausti. Varð mðnn-
um ógreitt um svör. Varð þeim og, við nánari at-
hugun og umræður, ljóst, hver nauðsyn bæri til að vinda
bráðan bug að breytingum á skipulagi og starfsháttum
félagsins. — Á þessum fundi réðst það, að Hallgrímur
Hristinsson skyldi utan fara, til þess að kynnast sam-
vinnumálum annarra þjóða. Hlaut hann lítils háttar styrk
frá félaginu til þeirrar farar, enda skuldbatt sig til að
vinna fyrir félagið að minnsta kosti þrjú næstu árin.
Þessi utanför Hallgríms Kristinssonar varð mjög af-
leiðingarík fyrir kaupfélag Eyfirðinga og samvinnumálin
í landinu. Eftir að hann kom heim, hófst hann þegar
handa um gerbreytingu á skipulagi félagsins. Hvarf
hann þá alhuga að þeim málum og helgaði þeim, að
kalla mátti, óskipta krafta sína upp frá því. í Eyjafirði
gerðist hann þegar öruggur foringi vaxandi hreyfingar
og fylgdi henni fram með því frábæra starfshæfi og
eldmóði, sem hann var gæddur, enda mátti kalla, að
Eyfirðingar spryttu upp til fylgdar honum. Urðu nú tíð
fundahöld í félaginu og miklar framtíðarráðagerðir. Ey-
firðingum mörgum eru ýmsir þeir fundir og eldheitar
ræður Hallgríms enn í fersku minni. Undir hinni breyttu
skipun og forystu Hallgríms tók félagið að vaxa ár frá
ári og komst brátt í fremstu röð meðal samvinnufélaga
landsins. Hafa og verið góð þrif þess allt til þessa dags.
Það hefir staðið af sér áföll styrjaldarinnnar, eftir því
sem framast varð á kosið. Og er félagið nú meðal
stærstu, efldustu og athafnamestu samvinnufélaga
landsins.
Með skipulagsbreytingu kaupfélags Eyfirðinga árið
1906 og viðreisnarstarfi Hallgríms Kristinssonar hefst
nýtt tímabil í sögu samvinnuhteyfingarinnar á íslandi.