Andvari - 01.01.1929, Side 75
Andvari
Fiskirannsóknir
71
þessum rannsóknum, því að allt af var eitthvað af
krabbaflóm við yfirborðið. Hugsun mín hafði verið að
gera ítarlegri athuganir á snyrpinótaskipi, 3: á »Skalla-
grímic, því að aðstaðan var þar i sumu tilliti betri; en
úr því gat ekki orðið í þetta sinn.
Enda þótt eg líti svo á, að þessar veiðar mínar hafi
ekki gefið skýr svör upp á spurninguna: hvers vegna
veður síldin uppi?, þá hafa þær þó styrkt mig í þeirri
skoðun, að hún geri það af því, að hún sé að elta
þessa bráð sína, og athugun sú, sem eg gerði i sumar
á 4. stöð, færði mér heim sanninn um, að sildin hafi
verið að tína upp í sig eða gleypa krabbaflær, þegar
hún óð um í allar áttir með opinn munn, eins og eg
sá hana greinilega gera. En svo kemur annað atriði til
greina:
Á síldveiðasvæðunum nyrðra eru óðinshænsn einna
tiðastir fuglar. Þau sitja tíðum á sjónum, oft þar sem
engin síld er uppi, en allajafnan þar sem síldartorfur
eru, og eru önnum kafin í að tina eða kroppa eitthvað
i haffletinum, eins og er siður þeirra á vötnum, þar
sem smáflugur eru á yfirborðinu. Nú er ekki um flugur
að ræða á sjónum, langt frá landi. Hvað eru þau þá
að tína? Eg hefi getið mér til fyrir löngu, að það væru
krabbaflær (rauðáta), uppáhaldsfæða síldarinnar, og tQ
þess að reyna áð fá vissu fyrir því, fekk eg skotna tvo
fugla, þar sem þeir voru að »tína< á 6jónum. í melting-
arfærum annars, sem ekki var hjá neinni síldartorfu,
voru að eins leifar af skordýrum (flugum og fiðrildum),
í hinum, sem var hjá sildartorfu, var ekkert S vélindi,
maga og fóarni, en garnirnar voru fullar af bleikrauðu
mauki, alveg eins og síldargarnir, þegar hún hefir etið
rauðátu, og i þessu mauki fann eg mikið af fitudropum
og limi og skurn af krabbaflóm. Svo að getgáta mín