Andvari - 01.01.1929, Page 47
Andvari
Fiskirannsóknir
43
>Ægi< og frá ferðum á »Skallagrími« í blaðinu »Verði«,
skrifað 25 ára minningu samþjóða fiskirannsóknanna hér
við land í »Ægi« o. fl.
Bréfaskriftir mínar hafa sumpart verið svör upp á
fyrirspurnir, sem mér hafa borizt úr ýmsum áttum hér-
lendis, viðvíkjandi einhverjum fiskifræðisatriðum, eða
svör upp á fyrirspurnir frá atvinnumálaráðuneytinu (sbr.
síðar), sumpart bréfaskipti við ýmsa útlenda starfsbræður.
Aðstoð mín við fiskirannsóknirnar dönsku, var sum-
part fólgin í veru minni um borð á rannsóknarskipinu
»Dana« hér við land sumarið 1927, sumpart í því að
greiða götu manns, sem stjórn rannsóknanna sendi
hingað í vor er leið, til þess að rannsaka þorskafla og
merkja þorsk á fjórum stöðum hér við land, í Vest-
mannaeyjum, við ísafjarðardjúp, á Siglufirði og á Norð-
firði. Maðurinn, sem framkvæmdi þetta, var Vedel Táning
og fekk hann hérlenda menn sér til aðstoðar á öllum
þessum stöðum. Við Vestmanneyjar var enginn fiskur
merktur.
Rannsóknarstörf mín heima fyrir hafa, líkt og áður,
verið fólgin í því að vinna úr gögnum, sem eg hefi
safnað á rannsóknarferðum mínum, eða aðrir fyrir mig,
svo sem að gera aldursrannsóknir á ufsa, kolmunna og
sandsíli (sjá síðar), eða að athuga fisk, sem borizt hefir
að úr ýmsum veiðistöðvum milli Þjórsár og Borgar-
fjarðar. Enn fremur hefi eg fengið merkilegar upplýs-
ingar um hinar fornu hvalveiðar Vestfirðinga (sjá síðar).
Rannsóknarferðir hefi eg farið nokkuð margar. Fyrst
er að geta þess, að eg var sem gestur á »Dönu« sum-
arið 1927, meðan hún var hér við S- og SV-ströndina,
á svæðinu milli Vestmanneyja og Eldeyjar og í sunn-
anverðum Faxaflóa; stóð til, að eg færi eins og undan-
farin ár með skipinu norður og austur fyrir land, en