Andvari - 01.01.1929, Síða 35
Andvari
Þjóöbandalagið og ísland
31
málanum, í þá átt að láta þessa smælingja njóta eins
konar hálfréttis við stóru þjóðirnar, en ekkert hefir þó
verið gert í þessu efni. Engu þessara ríkja var synjað
inngöngu beinlínis vegna smæðar sinnar, heldur af því,
að þau höfðu falið nágrönnum sínum meðferð mikil-
vægra málaflokka, sem gerðu mikið skarð í hið fræði-
lega fullveldi þeirra. T. d. hefir Lichtenstein samning við
nágrannana um skattheimtu, stjórn pósts og síma, erind-
rekstur sinn hjá öðrum ríkjum en Sviss og Austurríki
og úrslitadómsvald í vissum málum. Þetta ríki hefir
engan her heldur.
Eitt ríki, sem fengið hefir inngöngu í bandalagið, er
helzt sambærilegt við oss vegna smæðar sinnar, það er
Luxemburg. Landstærð þess er að vísu langtum minni
en íslands, að eins 260.000 arar, en íbúatalan er um
270.000. Frá engri hlið mætti það mótstöðu, að þetta
ríki fengi inngöngu.
Það mun ekki verða dregið í efa, að þjóðréttarstaða
íslands er lagalega jafnsterk sem Luxemburg, enda þótt
van Hamel þætti, eins og áður er sagt, staða íslands
áthugaverð, en Luxemburg ekki frá því sjónarmiði, en
þar mun hafa legið á bak við, að hann hefir haldið
ísland tengt Danmörku á annan veg en er. Það mun
því mega telja það víst, að ísland mundi verða talið
hæft til inngöngu í bandalagið.
En þá er spurningin, hversu færi um hið yfirlýsta
ævarandi hlutleysi vort, og hversu samrýma má það og
að vér höfum engan herafla við 1. gr. 2. mgr. og 16.
gr. 1. og 2. mgr. sáttmálans. Eg gat áður um innihald
1. gr. 2. mgr., en 16. gr. 1. mgr. hljóðar um það, að
aðalefni, að þegar einhver meðlimur bandalagsins gerist
friðrofi, að þá skuli allir aðrir meðlimir þess skyldir
þegar í stað að slíta öll viðskiptasambönd við friðrofa í