Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 48
44
Fiskirannsóknir
Andvari
varð að hætta við það, sökum lasleika (gigtar). Frá
þessari ferð skipsins hefi eg sagt í 12. tbl. »Ægis« 1927.
Þá hefi eg farið 7 ferðir á varðskipinu »Þór« út í
sunnanverðan Faxaflóa í mars, apríl og október 1927
og í febrúar, maí, ágúst og október 1928. Ferðir þessar,
sem hafa staðið yfir 3—4 sólarhringa, hafa verið gerðar
eftir beiðni stjórnar fiski- og sjórannsókna Danmerkur,
til þess að gera samanburð á fiskmergð á ýmsum tímum
ársins, innan landhelgislínu, þar sem botnvörpungar fiska
ekki og utan línunnar, á svæðum, sem þeir eru vanir
að fiska á. »Dana« hefir gert sams konar rannsóknir hér
á sumrin. Eg hefi smám saman skýrt frá útkomu þess-
ara rannsókna í »Ægi«, en mun ekki gefa neina heild-
arskýrslu um þær, því að það mun danska stjórnar-
nefndin gera á sínum tíma, ef að því kemur, að tilraun
verði gerð til að fá einhverja útfærslu á landhelginni í
flóum hér við land.
Einnig hefi eg farið nokkurar ferðir fyrir eiginreikn-
ing: Tvær á togaranum »Skallagrími«, aðra vorið 1927
og hina í vor er leið, og síðast liðið sumar var eg á
»Þór« fyrir Norðurlandi, eftir að rannsóknunum í Faxa-
flóa var lokið, og til ágústloka. Eg hefi sagt lauslega
frá ferðum mínum á »Skallagrími« í blaðinu »Verði«,
5. og 6. árg., og mun skýra betur frá hinum fiskifræði-
lega árangri af þeim ferðum hér, sem og frá rannsókn-
unum við Norðurland á »Þór«. — Auk þess hefi eg
farið nokkurar ferðir, sem með fram hafa verið kynnis-
ferðir, sem sé til Grindavíkur í apríl og október 1927
og í apríl og október 1928 og um leið haft tækifæri
til að gera fiskifræðilegar athuganir, eða afla mér upp-
lýsinga í þá átt. í sumar, er leið, fór eg kynnisför austur
í Fljótshlíð, en hafði þá um leið tækifæri til að fá nokk-
urar upplýsingar um fiskgöngur í ánum fyrir austan fjall