Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 59
Andvari
Fiskirannsóknir
55
1/5 af öllum Ðankanum. Það er að mestu leyti spor-
baugótt að lögun. Þó gengur 6—8 sjóm. langur »skagi«
út úr því til SA og er hann nefndur Hornið; fyrir vest-
an það gengur vik er nefnist Norðurkrókur alllangt inn
í suðurbrún þess, og inn í austurbrúnina annað, sem
nefnist »fyrir ofan Hraun«, fyrir norðan Hornið. Dýpið
á hrauninu er yfirleitt nálægt 60 fðm., en umhverfis
það 60 fðm. eða nokkuð meira. Á Horninu sjálfu er
ekki nema 54 fðm., svo að það stendur eins og 5—6
fðm. hár höfði allbratt upp yfir botninn í kring. — Af
nokkurum sýnishornum, sem eg fekk í tíð kúttaranna,
af botninum á Hrauninu, dregin upp á önglum og af
stærri stykkjum, sem eg hefi fengið nú á síðari árum
frá togurunum (við fengum t. d. stóra hellu í vörpuna
í þetta skifti) má sjá að hinn harði botn er ekki hraun-
grýti (3: gosgrjót), heldur lagskipt móbergskent berg,
með smáum steinum af gosgrjóti innan um. Annars er
berg þetta allt holað út með götum eftir bergbúa
(Zirphæa) eða redduskel (Panopæa) og hálf-etið af sjón-
um og því oft æði snögótt, rétt eins og það væri bruna-
hraun, og mjög hættulegt fyrir öll veiðarfæri, einkum
botnvörpuna og aðrar dragnætur. »Gróður« 3: polýpar,
mosakórallar og svampar, er mjög lítill á því grjóti sem
upp kemur, en töluvert af kalkpípuormum (Serpula,
Pomatocerus og Plagostegus) og armfætlum (Terebratula).
Lengi vel héldu togarar sér alveg frá Hrauninu, svo
fóru menn að taka eftir því, að þorskur hélt sig mikið
við rönd þess að S og A, einkum við Hornið sjálft,
eftir jafndægur og til vertíðarloka, um hrygningar-
tímann; fóru þeir því að reyna með hraunbrúninni og
þræða alla króka og fyrir öll nef hennar, með góðri
aflaútkomu, en líka með allmiklum vörpuskemmdum oft
og tiðum. En síðustu árin hafa menn ekki látið þar við