Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 26
22
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
mynd flestra félaga í landinu (sölufélög). Hann reisir
kaupfélag Eyfirðinga úr rústum og lyftir héraði sínu
efnahagslega og menningarlega til meiri muna og með
skjótara hætti en áður munu vera dæmi til í landinu.
Hann slítur af félögunum fjötur vöruskiptaverzlunarinnar,
sem jafnan hafði staðið þeim mjög fyrir þrifum, og
skapar þeim álit og traust hjá lánstofnunum utan lands
og innan. Hann tengir saman dreifðar byggðir landsins
til samstarfs í verzlunarefnum. Og hann reisir að kalla
má frá grunni öflugustu og merkustu félagsmálabyggingu
landsins, samband íslenzkra samvinnufélaga.
III.
Hallgrímur Kristinsson var lágur maður vexti, en vel
vaxinn, vasklegur í framgöngu og kvikur á fæti, svo að
hann virtist eiga örðugt með að halda kyrru fyrir. Hann
var vel farinn í andliti, dökkur á hár og skegg, dökk-
eygður og snareygður og loguðu augun sífellt af fjöri og
áhuga. Hann var í bezta lagi máli farinn um rómstyrk,
raddblæ og mælsku. Hann var gleðimaður mikill, sam-
kvæmismaður, fjörmaður og hamhleypa til allra starfa.
— Hvar sem Hallgrímur Kristinsson fór, — í fámenni,
í gleðisamkvæmum eða á fjölmennum fundum, dró hann
jafnan að sér mikla athygli manna. Var sem honum
fylgdi lífsorka og starfsþróttur meiri en öðrum mönnum.
Og áhrifin frá honum fylltu umhverfi hans og gagn-
tóku þá, sem áttu kost kynningar hans og samvista.
Hann varð jafnfan mikils ráðandi, þar sem hann var
í hópi með öðrum mönnum.
Hallgrímur Kristinsson var skapmaður og ráðríkur að
eðlisfari, eins og títt er um mikla endurbótamenn. Hann
kvikaði aldrei frá áformum sínum eða lét undan síga
vegna tregðu, þrekleysis eða skilningsbrests samherja