Andvari - 01.01.1929, Page 31
Andvari
E>jóöbandalagið og ísland.
Eftir Björn Þórðarson, dr. juris.
Nú orðið vita margir menn hér á landi nokkur skil
á skipulagi, markmiði og starfsemi þjóðbandalagsins. í
þessari grein skal því ekki fjölyrt um þetta. En það
virðist svo, sem mönnum bæði erlendis og hérlendis hafi
ekki verið það fyllilega ljóst, hvort ísland stæði innan
eða utan bandalagsins. Á sumum uppdráttum, sem
gerðir hafa verið og gefnir út í því skyni að sýna
hverjar þjóðir væru í bandalaginu og hverjar ekki, hefir
ísland verið talið til meðlima þess, en á öðrum ekki.
Mun það hafa glapið erlenda menn, að þeim var ekki
ljós hin breytta aðstaða vor til Danmerkur eftir 1. dec.
1918 og því talið ísland með Danmörku í þjóðbanda-
laginu. En það, sem ruglað hefir hérlenda menn, mun
aðallega hafa verið það, að Danir fara með utanríkismál
vor, og það er vitað, að Danmörk er meðlimur banda-
lagsins, og í sveit með dönsku sendinefndinni á fyrsta
þing bandalagsins í Genéve voru íslenzkir menn. Nú
orðið munu flestir, sem annars fylgjast með í þjóðmál-
um, vita það rétta í þessu efni, að ísland hefir aldrei
verið meðlimur þjóðabandalagsins. Og eftir að almenn-
ingi varð þetta ljóst, hefir komizt nokkur hreyfing á
um það, hvort ekki mundi æskilegt fyrir oss, að komast
í nánara samband við bandalagið og helzt gerast með-
limur þess, ef kostur væri.