Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 97
Andvari
Fiskirannsóknir
93
(»flatfisk«), einkum skarkola (Rödspætte) og nefnist á
dönsku »Snurrevaad« og er sagt að það nafn hafi hún
fengið af því, að hún er smám saman lögð í allar áttir
út frá skipi eða dufli, þangað til hún er komin hring-
inn í kring (har snurret rundt). Á síðari árum hefir hún
einnig verið brúkuð fyrir ýsu, þorsk og annan bolfisk
og á all-miklu dýpi, jafnvel 100 fðm.
Nótin er svipuð botnvörpu (»trawl«) i laginu, hefir
»poka« (sekk) og »vængi«, en pokinn er tiltölulega
miklu minni og vængirnir lengri, en á botnvörpu. Lengdin
á poka og væng samanlögð er 56—65 m og dýptin við
pokaopið 7—8 m; hlerar eru engir, að eins sköft við
vængendana. Hún er riðin úr grönnu, voðfeldu baðm-
ullargarni og er möskvavíddin nokkuð breytileg eftir
því, hvar það er og hvort hún á að veiða flat- eða bol-
fisk, 40—58 mm (1V2—2") í pokanum, 50—65 mm
(13/4—21/4") í vængnum. Á efra teini eru stórar kork-
flár, til þess að halda honum á lofti, en blýhólkar all-
þéttir á botnteini, til þess að halda honum að botninum
og mega þeir ekki vega meira samtals en 20 kg, sam-
kvæmt dönskum lögum. Öll þyngd nótarinnar (án
strengja) er 35—40 kg.
Nót þessi er, eins og áður var sagt, lögð út frá
skipi (bát eða dufli), sem liggur fast (við akkeri) og
dregin að því á grönnum manílastrengjum, sem geta
verið æði langir, 1000—1500 m, eða meira, vanalega
með mótorvindu, en stundum líka með handafli (af 4—6
mönnum); má því vel brúka hana á vanalegum ára-
bátum. Eins má draga hana á land, þar sem svo
hagar til.
Þegar nótin er lögð, eru strengirnir lagðir út í boga
og þegar svo stríkkar á þeim við dráttinn, ganga þeir
saman og á þá fiskur sá (einkum koli), sem fyrir