Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 45
Andvari
Þjóöbandalagið og fsland
41
lagsins í Genéve. Hann lýsir með óblandinni ánægju,
hvernig brezki heimsveldissinninn, fullfrúi Baldwinsstjórn-
arinnar, fer halloka, þegar hann berst fyrir sem tak-
mörkuðustu tillagi til bandalagsins, verður til athlægis
og engist sundur og saman í greipum Drummonds, og
enn Iýsir hann greinilega, að Albert Thomas, forstjóri
verkamálaskrifstofunnar, geri sömu skil franska Poincaré-
hernaðarsinnanum. Með öðrum orðum, stjórnir hinna
voldugustu ríkja, verða að taka fullt tillit til andans,
sem drottnar í Genéve, þessa nýja anda, sem Balfour
talaði um 1924. Hernaðarandinn er auðvitað meira og
minna lifandi heima í löndunum, en þó er það alrangt,
sem sagt er um höfuðherveldið Frakkland, að það auki
vígbúnað sinn. Sócialistinn Paul Ðoncour skýrði frá því
á þingi bandalagsins í haust, að landherinn væri 34°/o
minni nú en árið 1913—14 og yrði 45°/o minni innan
ársloka 1930 og sjóherinn 25°/o.
Þeim ríkjum fjölgar stöðugt, sem skuldbinda sig til
að leggja deilur sínar undir dómstólinn í Haag. Ákvæði
18. gr. sáttmálans um það, að enginn milliríkjasamn-
ingur sé gildur, fyrr en hann er skrásettur hjá þjóð-
bandalaginu, og opinberar umræður á þingi, í ráði og
nefndum bandalagsins, eru stöðugt að vinna meira og
meira slig á gömlu aðferðinni um launmakk og pukur
í stjórnmálaviðskiptum þjóðanna. Þetta er verk þjóð-
bandalagsins, það er andinn frá Genéve, sem þessu
stýrir, og að vantreysta því, að þessi andi breiðist út á
meðal þjóðanna og styrkist, er að vantreysta viðgangi
menningarinnar.
Smáþjóðirnar eiga sitt bezta traust undir því, að þjóð-
bandalagið eflist, og ekki sízt sú þeirra, sem veikust er
og varnarlausust alira, sú sem byggir öryggi sitt á smæð
sinni og fjárlægð frá öðrum.