Andvari - 01.01.1929, Síða 16
12
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
var kveðið upp fast verð á búsafurðum bænda,
heldur lofað því hæsta verði sem yrði. »Loforðin eru
til líkinda um þetta, því þegar þeir semja um afhending
vörunnar með óákveðnu verði, þá lofar kaupmaður hik-
laust því, »sem bezt verður*, eða minnsta kosti öllum
jafnt, því eins og nærri má geta æílar hann ekki að
gera þeim eða þeirri, »elskunni* sinni, verra en öðrum«
(bls. 87). En er að skiladögum kom og útkljá skyldi
um uppbótina, vildi það verða vafningasamt. Viðskipta-
mennirnir urðu að kynna sér »afreikninga« og »kontra-
bækur« sveitunga sinna, til þess að sannreyna, hvort
þeir hefðu fengið það, »sem bezt verður*. Vildi þá all-
oft skorta til. Og ef kaupmaður fann ekki í máli sínu
vörn þá, er dygði, byrjuðu samningar að nýju um upp-
bótina í næstu kauptíð. »Uppbótin fæst því í loforði,
með því að binda sig aftur og byrja hið sama uppbótar-
þref og árið áður, og þetta koll af kolli, ár eftir ár«
(bls. 88). Og enn nefnir ]ón forseti fleiri »verzlunar-
krækjur* og meðal þeirra »að sumir af helztu bændum
fá fast árgjald af kaupmanni, til að verzla við hann
æfilangt. — — Pelagjafirnar og staupagjafirnar eru
fremur handa alþýðunni og engin niðurlæging getur
verið sárgrætilegri en að sjá þann auðmýktar- og
ófrelsissvip, sem menn setja upp, þegar menn eru að
biðja um »í staupinu* við búðarborðið og slíma þar
heilum tímum saman iðjulausir, til að sníkja sér út hálf-
pela eða brauðköku* (bls. 88). Telur ]ón forseti, að
verkalaun, einkum við uppskipunarvinnu, hafi á sumum
stöðum verið að miklu leyti greidd með miklum fjölda
af brennivínsstaupum. Hafi þetta verið kallaðar »góð-
gerðir«. Og þar sem þær hafi verið vel úti látnar, hafi
menn verið »næstum eins og innstæðu-kúgildi kaup-
mannsins eða verzlunarinnar*.