Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1929, Side 63

Andvari - 01.01.1929, Side 63
Andvari Fiskirannsóknir 59 Eg skal að eins benda á, að »Skallagrímur« aflaði í þessari útivist og hinni næstu þar á undan nál. 300 tonn af söltuðum þorski, það verða 100—150 þús. fiskar eða 6—7000 fiskar á dag, og fyrstu nóttina, sem hann var úti í næstu ferð á eftir, fekk hann eitt sinn 14- skiftan poka, eða 2800 fiska í einum hálftíma drætti. Þetta bendir ekki á fiskþurð. Það er alkunnugt, að Selvogsbankinn er eitt helzta hrygningarsvæði þorsksinn hér við land, svo að þangað fer mikið af hinu þroskaða þorsksstóði úr íslenzkum sjó árlega til hrygningar; fæðan er auðsjáanlega auka- atriði, því að margt er af fiski, þó að ekkert æti sé á boðstólum t. d. síld, loðna eða spærlingur, og hinn feiknamikla niðurburð snertir hann ekki nema höppum og glöppum; það fekk eg enn að sjá í þessari ferð. Eg var nú á Bankanum um háhrygningartímann, síðari hluta aprílmánaðar, og þó ekki allan, og eg sá greinilegan mun á því, hve fátt var gjótandi af fiskinum framan af ferðinni (12.—16. apríl), á móts við síðari hlutann (17.—20. apríl). Eg sá það líka glöggt, að hrygning einstakra fiska fer ekki fram í einni lotu, heldur þroskast og losnar nokkuð af eggjagrúanum í einu og fer sína leið, og svo líða nokkurir dagar, þang- að til næsta runa kemur, svo að hrygning hvers fisks getur staðið yfir í nokkurar vikur. Eg fekk daglega að reyna það, að afarmikil eggja mergð flaut nú í sjónum; eg þurfti ekki annað en strjúka spannarvíðum háf á stöng með fram skipshlið- inni, rétt undir yfirborði sjávarins 1—2 mín. í einu, til þess að fá egg í tugum eða jafnvel hundruðum, egg með fóstrum í á ýmsu vaxtarstigi, og eflaust hefir meiri hluti þeirra verið þorsksegg. Eg ætla ekki að leiða neinar getur að því, hve mikill fjöldi eggja og seiða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.