Andvari - 01.01.1929, Side 63
Andvari
Fiskirannsóknir
59
Eg skal að eins benda á, að »Skallagrímur« aflaði í
þessari útivist og hinni næstu þar á undan nál. 300
tonn af söltuðum þorski, það verða 100—150 þús. fiskar
eða 6—7000 fiskar á dag, og fyrstu nóttina, sem hann
var úti í næstu ferð á eftir, fekk hann eitt sinn 14-
skiftan poka, eða 2800 fiska í einum hálftíma drætti.
Þetta bendir ekki á fiskþurð.
Það er alkunnugt, að Selvogsbankinn er eitt helzta
hrygningarsvæði þorsksinn hér við land, svo að þangað
fer mikið af hinu þroskaða þorsksstóði úr íslenzkum
sjó árlega til hrygningar; fæðan er auðsjáanlega auka-
atriði, því að margt er af fiski, þó að ekkert æti sé á
boðstólum t. d. síld, loðna eða spærlingur, og hinn
feiknamikla niðurburð snertir hann ekki nema höppum
og glöppum; það fekk eg enn að sjá í þessari ferð.
Eg var nú á Bankanum um háhrygningartímann,
síðari hluta aprílmánaðar, og þó ekki allan, og eg sá
greinilegan mun á því, hve fátt var gjótandi af fiskinum
framan af ferðinni (12.—16. apríl), á móts við síðari
hlutann (17.—20. apríl). Eg sá það líka glöggt, að
hrygning einstakra fiska fer ekki fram í einni lotu,
heldur þroskast og losnar nokkuð af eggjagrúanum í
einu og fer sína leið, og svo líða nokkurir dagar, þang-
að til næsta runa kemur, svo að hrygning hvers fisks
getur staðið yfir í nokkurar vikur.
Eg fekk daglega að reyna það, að afarmikil eggja
mergð flaut nú í sjónum; eg þurfti ekki annað en
strjúka spannarvíðum háf á stöng með fram skipshlið-
inni, rétt undir yfirborði sjávarins 1—2 mín. í einu, til
þess að fá egg í tugum eða jafnvel hundruðum, egg
með fóstrum í á ýmsu vaxtarstigi, og eflaust hefir meiri
hluti þeirra verið þorsksegg. Eg ætla ekki að leiða
neinar getur að því, hve mikill fjöldi eggja og seiða