Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 90
86
Fiskirannsðknir
Andvari
í ágúst og fram yfir vefurnætur.i) og héldu sig til og frá
um fjörðinn, oftar fyrir utan Langanes, en þó fóru þeir
inn um alla firði (3: Suðurfirðina) með köflum. Ein
hornfiskreyðurin, >gamla Skeifa«, ól kálfinn inni á Dynj-
andivogi, 10 vikur af sumri; var hann látinn lifa einn
mánuð og þá orðinn 12 álna langur og þá deyddur.
Það var minnsti kálfurinn. Talið var víst, að sömu reyð-
arnar kæmu árlega og í mörg ár inn á fjörðinn, því að
sumar af þeim þekktust á einkennum, sem á þeim voru,
og þær svo fengu nafn eftir. Kunnust þeirra var áður-
nefnd >gamla Skeifa*; hún og »yngri Skeifa*, sem var
álitin dóttir hinnar, voru hornfiskar; höfðu þær fengið
nafnið af því, að sporðurinn (en hann sést einmitt vel
á þessum hval, þegar hann stingur sér beint niður og
veifar sporðinum upp úr sjónum, áður en hann hverfur
sýn), var í laginu mjög líkur skeifu, úrkringdari og því
skeifumyndaðri en á öðrum hornfiskum. Þær mæðgur
komu með kálf annað árið, en kálflausar hitt. >GamIa
Skeifa« kom þó kálflaus nokkur síðustu árin. Mun hún
hafa komið stöðugt 25—30 ár í fjörðinn og var loks
skotin af hvalabát frá Langeyri í nóv. 1886, fram undan
Álftamýri, að feðgunum þar ásjáandi.
Þriðji hvalurinn, sem var »markaður«, svo að hann
fengi nafn, var »Halla«. Hún var líka hornfiskur, og
fekk nafnið af því, að sporðblaðkan vinstri var styttri
en hin og sporðurinn því hallur. Svo má nefna »Vilpu«;
það var stór hafreyður, sem hafði fengið nafnið >af
stórri hvítri skellu, með djúpri dæld ofan í spikið á
bakinu hægramegin, á tnilli horns og blástursholu, og
sat sjór í dældinni, þegar hún dró sig fram og bakið
1) Á uppvaxtarárum Qísla voru me& kötlum 4—6 stórhveli inní
á Arnarfir&i fram eftir öllum vetri.