Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1929, Page 90

Andvari - 01.01.1929, Page 90
86 Fiskirannsðknir Andvari í ágúst og fram yfir vefurnætur.i) og héldu sig til og frá um fjörðinn, oftar fyrir utan Langanes, en þó fóru þeir inn um alla firði (3: Suðurfirðina) með köflum. Ein hornfiskreyðurin, >gamla Skeifa«, ól kálfinn inni á Dynj- andivogi, 10 vikur af sumri; var hann látinn lifa einn mánuð og þá orðinn 12 álna langur og þá deyddur. Það var minnsti kálfurinn. Talið var víst, að sömu reyð- arnar kæmu árlega og í mörg ár inn á fjörðinn, því að sumar af þeim þekktust á einkennum, sem á þeim voru, og þær svo fengu nafn eftir. Kunnust þeirra var áður- nefnd >gamla Skeifa*; hún og »yngri Skeifa*, sem var álitin dóttir hinnar, voru hornfiskar; höfðu þær fengið nafnið af því, að sporðurinn (en hann sést einmitt vel á þessum hval, þegar hann stingur sér beint niður og veifar sporðinum upp úr sjónum, áður en hann hverfur sýn), var í laginu mjög líkur skeifu, úrkringdari og því skeifumyndaðri en á öðrum hornfiskum. Þær mæðgur komu með kálf annað árið, en kálflausar hitt. >GamIa Skeifa« kom þó kálflaus nokkur síðustu árin. Mun hún hafa komið stöðugt 25—30 ár í fjörðinn og var loks skotin af hvalabát frá Langeyri í nóv. 1886, fram undan Álftamýri, að feðgunum þar ásjáandi. Þriðji hvalurinn, sem var »markaður«, svo að hann fengi nafn, var »Halla«. Hún var líka hornfiskur, og fekk nafnið af því, að sporðblaðkan vinstri var styttri en hin og sporðurinn því hallur. Svo má nefna »Vilpu«; það var stór hafreyður, sem hafði fengið nafnið >af stórri hvítri skellu, með djúpri dæld ofan í spikið á bakinu hægramegin, á tnilli horns og blástursholu, og sat sjór í dældinni, þegar hún dró sig fram og bakið 1) Á uppvaxtarárum Qísla voru me& kötlum 4—6 stórhveli inní á Arnarfir&i fram eftir öllum vetri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.