Andvari - 01.01.1929, Page 111
Axdvarí
Þættir úr menningarsðgu Vestmannaeyja
107
þá frá og sigldu inn fyrir Hlett og lentu á Eiðinu;
seinna var notuð flaggstöng, sem var í vörðu hjá Gjá-
bakka. Vaeri Leiðin hins vegar ekki ófær, en viðsjár-
verð, var flaggað í hálfa stöng, og biðu menn þá fyrir
utan Leið og sættu lögum inn yfir hana. Stundum voru
tvö flögg höfð uppi, þegar ófær var leið.
Taka frá, það tók af Leið, var sagt, þegar ólög gengu
yfir hana, svo að hún varð ófær.
Taka af, það tók af Leið, sama sem tók frá.
Koma á, það kom á Leið, þegar ólög komu á Leiðina.
Hafbrim, -s, hvk., var kallað, þegar brim var af lands-
3uðri, þó stillt væri veður.
Hlið, -s, hvk., hlið i brimgarði, svo sem fyrir Söndura.
Þeir fengu gott hlið, t. d. sagt.
fiornriði, -a, kk., landnyrðingsbrim.
Springa, sprakk, það springur ekki við úteyjarnar,
var sagt, þegar sjóinn braut ekki við þær.
Grámata, það grámatar ekki við eyjarnar, sama.
Falla á, þegar barningur var og tveir fóru undir
sömu árina.
Kippa, kippti, kippt, hreyfa færið þegar legið var á
fiski og eins um það að færa bátinn og leita annarstaðar.
Tiplingur, -s, kk., lítil rokalda, sem faldaði í toppinn,
þeir fengu svolítinn tipling út af Klettsnefi.
Lægur sjór, þar sem menn gátu legið á fiski.
Standa við. Þegar skipt var aflanum úr hverjum
róðri, var allt af skipt vissri tölu f hvern stað og byrjað
á framámönnunum og svo aftur eftir skipinu, og skips-
hlutunum skipt síðast. Var reynt að jafna fiskinum niður
eftir stærðinni, og höfðu menn vakandi auga á því, að
verða ekki afskiptir; fór jafnan slæmt orð af þeim for-
mönnum, sem gjarnir þóktu á það að afskipta. Því, sem
afgangs var, var svo skipt með sama hætti, t. d. ef það