Andvari - 01.01.1929, Side 25
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
21
til þess að fullnægja þeim skilyrðum, er sett væru fyrir
rekstrarfjárlánum. Árið 1916 er síðan, af hálfu sam-
bandsins, mælt fyrir um það, hversu haga beri trygg-
ingarákvæðum í samþykktum allra deilda sambandsins og
jafnframt ákveðið, að þær skuli ábyrgjast sameiginlega
full skil sambandsins út á við. Þá er og skrifstofa sett
á stofn í Kaupmannahöfn. En brátt færðust höfuðstöðvar
starfseminnar heim til Reykjavíkur. Og árið 1920 var
reist hið veglega hús sambandsins á Arnarhólstúni.
Þegar frá er talið hið stórmerka viðbragð Þingeyinga
á fyrstu árum hreyfingarinnar, hafa árin frá 1916 til
1920 verið mest blómaskeið samvinnunnar í landinu.
Undir öruggri forustu Hallgríms fylktu ný félög sér
undir merkið á hverju ári. Vex þá og stórkostlega um-
fang starfsseminnar og verzlunarvelta sambandsins. En
árin 1920—1921 valt brotsjór verðfallsins yfir íslenzka
bændur. Kippti þá úr vexti hreyfingarinnar, enda hefir
félögunum síðan verið ærinn vandi á höndum um að
verjast skuldum og vinna bug á skuldum verðfallsáranna.
Var þeirri viðreisn hvergi nærri lokið, er Hallgrímur
Kristinsson var kvaddur brott frá æfistarfi sínu.
Þrítugur að aldri snýr Hallgrímur Kristinsson sér al-
huga að störfum fyrir samvinnumálefni bænda og helgar
þeim, að kalla má, óskipta starfskrafta sína upp frá því,
um 17 ára skeið. Til glöggvunar um afrek hans og ævi-
starf, þótti mér nauðsyn til bera, að veita allljóst yfirlit
um upphaf og þróun samvinnustefnunnar í landinu. Að
fengnu því yfirliti verður ljóst, hvar komið var þróun
þeirra mála, er hann grípur inn í og hversu henni mið-
ar undir forystu hans.
í stuttu máli sagt voru afrek Hallgríms Kristinssonar
í samvinnumálum þessi: Hann tekur upp, fyrstur manna
hér á landi, samvinnuskipulag, sem síðan verður fyrir-