Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 60
56
Fiskirannsóknir
Andvari
sitja; þeir vissu það af reynslu kúttaranna, sem hafa
fiskað áður (íslenzku) eða nú (færeysku) úti á sjálfu
Hrauninu, að þar er líka mjög fiskisælt, mergð af þorski
um gottímann, ekki síður en við það. Fóru þeir því að
smá-voga sér út á Hraunið, sem annars var talið bráð-
ófært fyrir botnvörpuna, þar sem ótal snagar voru reiðu-
búnir til þess að halda vörpunni fyrir fult og allt, ef
hún komst undir þá, en með því að toga hart og gefa
sem minnst út af strengjunum, tókst mönnum að draga
vörpuna hálft um hálft á lopti og sleppa við stór-
skemmdir á henni, eða algerðan vörpumissi, nema stund-
um. Sagt er mér að færeyski togarinn »Grímur
Kamban* og íslenzki togarinn »Hannes ráðherrac hafi
byrjað á þessu fyrstir, 1926, en þegar á næsta ári bætt-
ust við nokkurir fleiri og nú voru þeir margir og þar
á meðal »Skallagrímurc, sem í þessari ferð var nokkur-
um sinnum inni á hrauninu og gafst mér því gott tæki-
færi til að sjá, hve mikilli varfærni og nákvæmni
skipstjóri verður að beita, til þess að verja vörpuna
stórskemmdum, en jafnframt ná góðum afla. Guðmundi
tókst hvorttveggja prýðilega í flest skiptin, og skemmdir
urðu ekki miklar. Lóðabelgir, sem menn festa við neðra
borð vörpupokans, til þess að halda honum frá botnin-
um, gera sennilega lítið gagn á því dýpi, sem þarna
er um að ræða, því að þeir hljóta að vera svo mjög
samanþjappaðir af vatnsfarginu, að flotkrafturinn er orð-
inn næsta líiill (Vio af flotkraftinum við yfirborð).
Fiskategundirnar, sem fást á Selvogsbanka, á vetrar-
vertíðinni era ekki margar, miklu færri en í Jökuldjúpi.
Við Hraunið og á því (á 55—60 fðm.) er það aðallega
þorskur, fullgildur gotfiskur, yfirleitt 8—12 vetra gamall,
og fátt af öðrum fiski, svo sem ufsa, lúðu, löngu, stein-
bít, skarkola, síld og háfi. Þegar kemur út frá Hrauninu.