Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 42
38
Þjóðbandalagið og ísland
Andvari
muna vorri fámennu þjóð, heldur miljónum meðal stór-
þjóðanna, sem hingað sækja matvæli handa sér. Þá
mundum vér einnig geta lagt eitthvað til mála, er rætt
væri um skipun heilbrigðis- og sóttvarnarmála, alveg
eins og hver önnur menntuð þjóð. Eg nefni þessi mál
sem dæmi þess, að vér höfum bæði hagsmuna að gæta
í sumum málum, sem bandalagið hefir til meðferðar,
og að vér getum orðið vitnis- og tillögubærir í nokkur-
um málum á borð við aðrar þjóðir.
Nú mun það vera svo, að á hverjum alþjóðafundi
mun það sæti þykja vel skipað, þar sem er fulltrúi
Norðurlandaþjóðar, og ef atkvæði vort bættist við, mundi
styrkur þeirra verða að meiri. Það mun og lengi loða
við, að þjóðir, skyldar að blóði, menningu og tungu, hafi
framar öðrum þjóðum sameiginleg áhugamál, og mun
þess einnig gæta í þjóðbandalaginu, t. d. um hinn stóra
flokk spönskumælandi þjóða. Er hér á það að líta, sem
mestu varðar, að engar þjóðir Evrópu munu jafnunnandi
hinu fremsta og háleitasta marki þjóðbandalagsins, friði
og bræðralagi milli þjóðanna, sem Norðurlandaþjóðirnar.
En hverri þeirra mun það hjartfólgnara mál en vorri
þjóð? Engri. Vér, sem höfum lýst yfir ævarandi hlut-
leysi, stöndum í hugsun og raun nær því takmarki, sem
þjóðbandalagið stefnir að, en nokkur önnur þjóð. Er
það ekki rétt, að vér sýnum það í verki, að vér viljum
veita hinn litla styrk vorn til að byggja það mikla must-
eri, sem guðspjallamenn siðgæðis og menningar hafa
um aldir dreymt um, en nú loks er gerð tilraun til
að leggja grundvöll að. Eg sagði áðan, að hlutleysi
vort de jure yrði að þoka fyrir lögum bandalagsins, ef
vér fengjum inngöngu þar, en í rauninni væri það að
eins svo, að vér tækjumst þá skyldu á herðar að leggja
engan stein í götu þess, að komið verði lögum yfir þann,