Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 21
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
17
aðgengilegum kjörum«, og fundurinn samþykkfi að fela
forráðamönnum félagsins að semja við kaupmennina.
Þegar litið er á þessar ástæður kaupfélags Eyfirðinga
um þær mundir, er Hallgrímur Kristinsson tekur þar
við forystu, má segja, að eitthvað annað en glæsilegar
horfur hafi hvatt hann til forgöngunnar. Eftir 16 ára
baráttu námu eignir félagsins ekki fullum 3000 kr. Skuld
við Louis Zöllner nam meira en andvirði af útfluttum
vörum félagsins á árinu. Sauðasalan var að mestu þrotin,
en saltkjötsverzlun á byrjunarstigi og varan í megnu
álitshraki í höndum kaupmanna. Félagsmenn töldust að
vísu allmargir, en langflestir þeirra að eins að nafni til.
Mátti því telja, að félagið væri í upplausn og að til fullra
félagsslita horfði að óbreyttum ástæðum.
Hallgrími Kristinssyni mun hafa orðið ljóst í önd-
verðu, að félagið yrði ekki reist við né leitt til þroska
með þeim aðferðum, sem beitt hafði verið. Enda tekur
félagið eigi neinum vexti undir stjórn hans hin fyrstu
ár. Fyrsta verkefni hans varð að taka skuldamál félags-
ins hörðum tökum. Setti hann félaginu það markmið,
að greiða áfallna skuld og verjast skuldum framvegis.
Mun hann hafa litið svo á, að það verkefni væri betur
komið í höndum sterkrar framkvæmdastjórnar heldur en
hjá deildarstjórunum, er dreifðir voru um félagssvæðið.
Hann bar því snemma fram tillögur um breytingar á
skipulagi félagsins í þá átt að afnema deildarstjórana og
taka með öllu fyrir kverkar skuldaverzluninni. Á auka-
fundi í félaginu 30. maí 1904 kallaði hann samherja
sína til ábyrgðar og fullrar íhugunar um ástandið. Gekk
hann þá allfast að og vildi láta félagsmennina og þó
deildarstjórana sérstaklega gera sér að fullu ljóst, hversu
til háttaði um aðstöðu manna til áframhaldsviðskipta í
félaginu. Lagði hann fyrir menn þá spurningu, með
2
i