Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 27
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
23
sinna, heldur setti hnefann á borðið og hreyf menn til
fylgis wið sig með eldmóði, ef ekki með rökum. Við bar
það, að hann gaf samherjum sínum, fulltrúum samwinnu-
manna, kost á þwí, að hwerfa frá störfum, heldur en að
láta segja sér fyrir werkum gagnstætt þwí, er hann sjálfur
taldi rétt wera. Gafst það jafnan wel, enda bar það til,
að hann war flestum eða öllum samtíðarmönnum sínum
glöggari á það, sem rétt war og hollwænlegt í þeim mál-
um, er hann starfaði að.
Skilamaður war Hallgrímur hinn mesti að eðlisfari.
Einhwer æðsta krafa hans í samstarfinu war skilwísi og
orðheldni. Var honum wel ljóst að hworttweggja er skil-
yrði fyrir heilbrigði í samstarfi manna. Þótti hann all-
gustmikill og harðskiptinn, er hann mætti hirðuleysi og
orðbrigðum í wiðskiptum. Reyndi mjög á þennan þátt í
skapferð hans, er hann tók að byggja úr rústum heima
í héraði sínu, þar sem viðleitni manna til sjálfsbjargar
hafði, að kalla mátti, endað í úrræðaleysi og wanskilum.
Af sömu ástæðu urðu honum síðustu æwiár hans þung í
skauti. Flestir samherjar hans í félögunum urðu, fyrir
rás viðburðanna, vanskilamenn, þegar verðhrunið dundi
yfir árin 1920 og 1921. Fyrir sjónum hans var sú ó-
hamingja þvílík, sem 17 ára starf hans wæri að miklu
Ieyti unnið fyrir gíg og hin sama brekka, sem í önd-
verðu reis í fang honum, væri enn þá óklifin.
Hallgrímur Kristinsson var einhver mesti áhugamaður
um landsmál. í stjórnarfarsbaráttunni fylgdi hann sjálf-
stæðismönnum fast að málum. Og í hinni nýju flokka-
skipun í landinu tók hann sér stöðu í fylkingarbrjósti
framsóknarflokksins og var þar ávallt síðan meðal þeirra,
er mestu réðu um gerðir flokksins og baráttu. Hann
var ódeigur bardagamaður, en réttsýnn og óvenjulega
drenglundaður. Hann var með þeim hætti aðalborinn í