Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 11
IX
Höfn og starfaði þar um hrið að thálflutnirigi, en
veitti jafnframt iögfræðingum tilsögn undir ernbætt-
ispróf sem manuduktör. Leið svo fram til þess er
Slésvíkur ófriðurinn brauzt út um vorið 1848. Var
þá eindregið skorað á liann að taka á móti skipun
til að gjörast herdómari (auditör), og taldi hann sér
skylt að takast það embætti á hendur. Um þessar
mundir andaðist faðir hans, og var hann þá um
lirið settur héraðsfógeti, til að gegna embættinu ept-
ir fráfall hans. Að þvf loknu tók hann við herdóm-
araembættinu og þjónaði því á meðan ófriðurinn
stóð til 1850. Þá var honum boðið að verða bæjar-
fógeti og borgmeistari í Suðurborg (Sönderborg) á
eynni Als, og var það mikilsvarðandi embætti með há-
um launum. Þetta boð þáði hann eptir nokkra um-
hugsun og var embættið veitt honum 1850; var það
mikill og skjótur frami fyrir svo ungan mann, að
eins 26 ára að aldri, og bendir til þess, að hann
liafi þá þegar fengið mikið álit og þótt efni í dug-
legan embættismann. Fám árum siðar varð hann
einnig skipaður héraðsfógeti í Suðurhéraði (Sönder-
Herred) á Als. Þessum embættum þjónaði hann um
næstu 14 ár, allt til þess er Prússar tólcu Als í síð-
ara Slésvíkur ófriðnum, síðast í Júní 1864, og ráku
hann, eins og flesta aðra danska embættismenn, frá
embætti, og fluttist hann þá með skylduliði sinu til
Kaupmannahafnár. A meðan Hilmar Finsen var
bæjar- og hjeraðsfógeti á Als, var hann í fullum
æskukrapti og æskufjöri, ötull, þrekmikill og stjórn-
samur embættimaður, og lét mikið til sín taka um
öll þau mál, er snertu embætti hans. í brjósti hon-
um bjó brennandi ættjarðarást og öfhig sannfæring
um að dönsk tunga og þjóðerni og hin danska stjórn-
arfarsstefua í Slésvík ættu rétt mál að verja gagn-