Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 169
139
landsbúa hafa ávallt gengið fremur skrykkjótt og
-aflinn opt viljað verða stopull, þá hafa útlendingum
reynzt fiskimiðin islenzku ótæmandi auðsuppspretta,
sem hefur launað vel mikla fyrirhöfn og vos, dýran
útbúnað og langar ferðir yfir stormasöm höf um
hávetur. Iljer hefur fjelagsskapur og þol sigrað þá
■erfiðleika og þær þrautir, er þilskipa útgerð til fjar-
lægra landa með ótryggum og stormasömum strönd-
um hefur í för með sjer. Og það lítur svo út, sem
þessi mikli ávinningur útlendinga hafi smám saman
■opnað augu landsmanna tyrir því, live arðsamur
atvinnuvegur fiskiveiðar vorar gætu verið, ef rjetti-
'lega væri að farið. — Ilvað sögu. fiskiveiða vorra
snertir, vil jeg benda mönnum á ritgerð síra Þorkels
Bjarnasonar: >Um fiskiveiðar íslendinga og útlend-
inga við ísland að fornu og nýju«; í Tímar. Bókm.-
fjel. IV. árg. 1883.
Þegar vjer um miðbik þessarar aldar tórum að
hugsa sjálfir um hagi vora, og þar á meðal um at-
"vinnuvegina, og reyna að koma þeim í betra horf,
þá varð það sjerstaklega landbúnaðurinn, sem menn
•eðlilega gáfu mestan gaum, því það var og er enn
sá atvinnuvegur vor, er fiestir iifa af. Um langan
tíma hafa menn sýnt mikla viðleitni á, að efla og
hæta búnaðinn á ýmsar lundir, og það er nú orðið
langt síðan, að Búnaðarfjelag Suðuramtsins (sem
upprunalega hjet Hús- og bústjórnarfjelag Suðuramts-
ins) var stofnað. Seinna meir hafa verið stofnuð
ýms minni fjelög 1 sama tilgangi, og árið 1894 voru
þau orðin 86 að tölu og fjölgar þeim óðum. Þessi
tala lýsir því, að áhugi manna á landbúnaðinum
•er alls eigi lítill.
Búnaðarfjelag Suðuramtsins liefur nú starfað í
mörg ár að eflingu landbúnaðarins, og er orðið eitt