Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 59
29
'vestasta er lengra frá, en hæst, og litlu minna en
'hið austara. Yfir eystri skerin gengur sjór opt á
vetrum, en yfir hið vestasta ekki nema í mestu
brimrosum. Austasta hornið á Breiðamerkurjökli
gengur upp að Fellsfjalli neðst og kemur Veðurá
'þar út undan honum úr allstóru svörtu jökulviki.
Fyrir ofan þetta horn Breiðamerkurjökuls upp með
Fellsfjalli milli þess og jökulsins er Veðurárdalur,
allmikið beitarpláss, sem heyrir undir Fellsland, upp
af Veðurárdal er annar dalur, sem alveg lokast
fyrir af 2 falijöklum, kemur annar þeirra að austan
niður af Fellsfjöllum og skilur fremri hlutann frá
efri fjöllunum, er takmarka efri dalinn, hinn jökull-
inn að vestan er kvisl úr Breiðamerkurjökli. Undan
samsteypu þessara jökla kemur Veðurá, rennur hún
niður Veðurárdal og svo undir horn Breiðamerkur-
jökuls, og kemur út úr vikinu fyrir neðan Fellsmúla.
Niður í enda efri dalsins gengur lítill skriðjökull,
'sem Ejrjólfur hreppstjóri Runólfsson segir að sé fall-
inn fram fyrir eigi löngum tíma,. Frá efri dalnum1
1) Þessi hinn efri Veðni'árdalur er líklega dalur sá er
■sendimenn síra Þorsteins Einarssonar á Kálfaíellsstað komu
í 1850. Segir síra Þorsteinn í sóknarlýsing Kálfafellsstaðar
frá ferð þeirra á þessa leið: »Að innanverðu er Kálfafells-
dalur mikið mjórri en framan, og er hann afmarkaður í
botninum einasta af jökli, eptir sem mér sýnist, sem fallinn
er saman á tvo vegu, að austan og sunnan mjög svo hátt, að
ófært er þar upp að komast. Þó er þar talsverður slakki í
jöklinum með klettabeltum til beggja hliða, sem gefa að
merkja, að dalur þessi muni þó fyrrum verið hafa mikið
lengri og stærri áður jökullinn í hann gekk, og að dalurinn
haldi sér þar undir jöklinum og opnist aptur norður undan
honum; held eg sé rótt til getið, þó enginn hafi. það íyrri
athugað. 1850 gjörði eg því tilraun nokkra til að vita þetta