Andvari - 01.01.1895, Page 200
170
■á móti okkur innan dalinn blandað angan hinna
ilmsætu vorblóma. En þótt loptið væri hressandi og
svalandi, gátum við ekki látið okkur nægja það eitt,
heldur opnuðum nestisskrinurnar í fyrsta sinn og
tókum tappann úr ferðapelanum. Þegar við höfðum
snætt og drukkið skál dalbúans, sem kom til okkar
þar á grundunum og árnaði okkur fararheilla i
dönsku kornbrennivini, stigum við á bak og riðum
inn undir balbotn.
Eins og áður er sagt, liggur stór jökulfönn innst
í dalbotninum og upp yfir hana gnæfa háir fjalla-
hnúkar, heita þar HjeðinssTcörð og eru þau stundum
farin að vetrarlagi. Liggur sú leið niður í Hjalta-
dal framanverðan og er örstutt en mjög ervið og
má engu muna, svo maður lendi ekki í ógöngum.
Norðvestan við dalbotninn er slakki mikill í fjalls-
brúnina og úm hann liggur leiðin upp á jökulinn,
sem dregur nafn af snarbröttum melskriðugeira milli
tveggja gilja framan í fjallinu, er nefnist Tungna-
hryggur.
Meðan við vorum að staulast kófsveittir og laf-
móðir upp Tungnahrygg kembdi fjallgolan þokuna
fram af fjallsbrúninni, fleygði henni í stórum flyks-
um og flókum í fangið á okkur og Ijek sjer að því
ýmist að greíða úr þeim eða vinda þá upp í þjetta
hnykla, uns þeir að lokum hurfu fyrir hlýjunni nið-
ur í dalnum. Þegar við loksins koinumst upp á
brúnina, sópaðist þokan í einni svipan af fjöllunum.
Ilásumarsólin skein í heiði yfir jöklinum, skaut
gritrandi geislastöfum niður breðabungurnar fram
undan okkur og varpaði mildum kveldroða yfir hina
svipmiklu háfjallaauðn. Okkur varð litið við, en út-
sýninu var lokað af þykkura þokumökkva, sem fyllti
dalinn og gnæfði við himinn. Yið gengum feti fram-