Andvari - 01.01.1895, Page 199
169
ist niður aí þverhnýptri bergbrún, en upp af foss-
hylnum þyrlast svalur úðamökkur, sem döggvar sí-
fellt hina mosaklœddu bamra og hin bómskrýddu
hvammavik umliverfis fossinn.
Aðalgróðurinn í hlíðinni milli giljanna upp und-
an bænum Svellatungu er Jyngmóar með valllendis-
lautum á milli, alvöxnum fiivingrasi og slær á þær
rauðleitum blæ. Móagróðurinn er fjölskrúðugur; að-
alplönturnar voru krækilyng, báðar bláberja-
lyngs-tegundirnar, en aðalbláberjalyngið samt
strjált, beitilyng (Calluna vulgaris) víða með
hvítu blómi og limur (Loiseleuria procumbens), sem
myndar hjer og livar þjettar torfur alsettar hinum
fagur-rósrauðu blómum. Enfremur er hjer mikið af
fjalldrapa (Betula nana) með þjettstæðum fræ-
röklum, 1 o ð v í ð i, helst í lægðum, og g r á v í ð i,
sem er þó heldur strjálli. Innar í hlíðinni er nokk-
uð deiglendara, rakar valllendis og starungslágar
liggja upp og ofan hlíðina og á löngum, allbreiðum
hjalla hátt uppi í hlíðinni eru allmikil mýrasund
vaxin 1 2starung og fífu (Eriopherum angusti folium).
Um miðjan Barkárdalinn er hlíðin að norðan mjög
brött á löngum kafla; skriðurofin klettabelti ganga
niður í miðjar hlíðar eða meir, en inn með fjallsrót-
unum liggja víðast grösugar valllendisgrundir líkt
og sunnanmegin í dalnum.
Við vörpuðum okkur þar í 'grasið til þess að
rjetta úr okkur og teyga fjallaloptið, sem streymdi
1) Rúmsins vegna læt jeg latneska nafnsins eigi nema
einu sinni getið við hverja tegund
2) Þar sem orðið starungur er viðhaft er ekki átt við
neina sjerstaka tegund, heldur táknar það gróður, er samsett-
ur er af hinum algengu starategundum.