Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 101
71
ingalauf, kornsúra, Ólafssúra og jöklasóley; upp á
Kjarrdalsheiði liggur vegurinn í bröttum sneiðingum
alveg upp á hæsta fjallshrygg; neðar er ekki hægt
að fara sökum brettu og gljúfra. Jökulsárgljúfrið
hægra megin er hrikalegast; af því liparit er aðal-
efni fjallanna eru klettarnir ljósir og marglitir, þar
eru ótal þverskorur með hvössum eggjum og snög-
um á milli; utan í Hellisskógsheiði austan við gljúfr-
ið eru mörg hundruð feta háir grábleikir líparít-
hamrar. Upp af Hellisskógsheiði er hár tindur,
Knappadalstindur, og svo fleiri tindar þar austur og
suður af, liggja stórir hjarnskaflar milli tindanna og
gengur hér og hvar niður úr þeim blágrænt fall-
jöklakögur; þessir hjarnskaflar liggja út af Hofs-
jökli og eru honum áhangandi að nokkru leyti.
Stöku sinnum má fara upp Jökulsárgljúfrið, þegar
áiner örlítil; verða menn þá að fara 18eða 19 sinn-
um yflr Jökulsá, því liún fellur víða uudir hamra-
snaga. Vegurinn niður af Kjarrdalsheiðinui að
nqrðan er ekki alveg eins brattur eins og að
sunnan, en þó mjög örðugur fyrir hesta. Utsjón-
in yflr fjalllendið upp með Jökulsá er mjög trölls-
leg; þar er allt sundurskorið af ám og lækj-
um og lirikalegir jöklar og tindar allt í kring; nið-.
ur að Jökulsárgljúfrunum ganga ótal þverskorur, er
kljúfa liparítfjöllin í örmjóa rana og eggjar, alstað-
ar eru hyldýpisgljúfur grábleik, grænleit og rauðleit,
i ljósum leirskriðum eru víða smáir rauðir berg-
hnausar, eins og ryðgaðir naglahausar, er riðið hefir
lekið niður af. Landslag er um þessar slóðir stór-
hrikalegra en víðast annarsstaðar á Islandi, fjalls-
tindarnir hvassir og himinháir, gljúfrin ægileg, berg-
tegundirnar margbreyttar og marglitar, klungrin
óteljandi, skriðjöklar og hjarnskaflar í lautunum