Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 95
65
hann opt betri en kaupstaðarviðurinn; á einum bæ
á Hnappavöllum sá eg stofu með prýðis-fögrum
rauðaviðarþiljum. Stofuhús eru hér á flestöllum
bæjum, en í sumum sveitum sunnanlands eru stofur
ekki nema á stöku bæ. Húsabygging er hér nú 1
svipuðu formi eins og annarstaðar á suðaustur-landinu,
en um aldamótin var hún með nokkuð öðru sniði.
Sveinn Pálsson getur þess 1793, að karldyr á flest-
um bæjum hafi verið byggðar svo, að þakið stóð alin
út fyrir dyrnar og myndaði forskyggni fram af þeim;
Sveinn lýsir Öræfingum svo, að þeir séu rösklegir
og laglegir, þreknir, þritnir og alvarlegir, og get eg
að því er eg þekki til fullkomlega fallizt á þann
dóm1. I Öræfum eru hvorki kettir né mýs; öræfin,
sandarnir og árnar gera opt takmörk á dýrum og
jurtum; þannig er það einkennilegt, að bláklukkan
1) Sveinn Pálsson hitti ýmsa einkennilega menn í Öræf-
um, talar hann meðal annars um Jón bónda Einarssoij á
Skaptafelli, sem var mesti fróðleiksmaður; forfeður hans 8
hver fram af öðrum höfðu búið þar; Jón Einarsson haíbi
stundað allskonar fræði, hann var vel að sér í sögu, landa-
fræði, lögum og grasafræði, kunni vel dönsku og þýzku og
hafði fengizt við latneska, gríska og hebreska málfræði; hann
var þjóðhagi á tré og járn, hafði smíðað byssu meb kopar-
hlaupi og vagn meb 4 hjólum; auk þess var hann heppinn
læknir. Sveinn Pálsson talar líka um gamlan karl á Hnappa-
völlum, 74 ára, sem var sérvitur nokkuð, en þó fróður á sinn
hátt, hann safnaöi rithöndum allra manna, völum úr öllum
landdýrum, og kvörnum úr öllum iiskum; af þessu átti hann
mikið safn. Á engum manni öðrum en honum segist Sveinn
hafa séð gulan, glórandi hring kringum sjáaldrið, og glórði
í augu karls í myrkri eins og í kattaraugu (Sv. P. Journal
II. bls. 207, 210). Karl þessi mun hafa verið Sigurður
Magnússon á Hnappavöllum, sem var fróðleikskarl um margt
(sbr. ÆBsaga Jóns Eiríkssonar, Kmh. 1828, bls. 71 og 118).
5