Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 43
13
Yzt við Nesin að austanverðu eru Hornfjöllin og
Klifatindur á þeim næst Almannaskarði; norðan við
slcarðið er Skálatindur, norðan við hann kemur nið-
ur lítil á, er heitir Bergá, í læk sem í hana rennur
■er Mlgandisfoss, hár, en vatnslítill, undir fossinum er
sylla og má þar ganga bak við buuuna1. Þá taka
við Arnartungur upp að Laxárdal, það er stór dalur
er skerst langt inn í fjöllin, á fjöllum vestur og
norður af Laxárdal er Ketillaugarfjall, Krossbæjar-
tindur og Setbergsheiði; heiðarnar upp af fjöllum
þessum heita ýmsum nöfnum. Fyrir mynni Laxár-
dals stendur á sléttu einstakt fell, er heitir Meðal-
fell. Þó fjölliu við Hornafjörð séu mjög lirjóstrug,
þá er láglendið mjög grasgefið og má óhætt telja
Nesin með fegurstu sveitum; þar er allt undirlendi
vaiið í grasi, háu og safamiklu, skiptast þar á mýra-
sund og töðugresishólar og balar, tilbreytingin er
mikil, því óvíða er alveg slétt, bæirnir standa á
grænum hólum, út í firðina ganga grasivaxin nes
með bungum og lautum og krókóttir vogar ganga
inn á milli bæjanna hið neðra, en ótal eyjum og
hólmum er dreift um sjóinn fyrir framan; er víð-
sýni mikið frá sumum bæjunum yfir fjörðinn og
skriðjöklaröðina í fjarska. Skarðsfjörður og Horna-
fjörður eru stór lón, er bæði hafa útrás gegn um
1) Þégar Jón bislcup Gerriksson hei»3SÓtti Teit rika £
Bjarnanesi og fór með yíirgangi um Hornaf'jörð, segja sagn-
ir í Nesjum, að hann ætlaði að reka burt bóndann af Árna-
nesi; bóndi fékk njósn af ferð biskups og rak sjálfur burt af
bænum allan búsmala sinn og var tötralega búinn, mætti
biskup honum og spurði hvort bóndi væri heima í Árnanesi,
bóndi mælti: »heima var hann áður en. jeg fór«, rak síðan
féð upp á dal, en stóð sjálfur bak við Mígandisfoss, meðan
biskup og sveinar hans voru á bænum.