Andvari - 01.01.1895, Side 45
15
eytt undirlendið; enga sögulega vissu hafa menn
fyrir þessu, enda er litið útlit til, að það sé á rök-
um byggt. Nesin hafa víst frá landnámstíð verið'
mikið svipuð því sem nú er, stöku bæir geta nátt-
úrlega hér eins og annarsstaðar verið farnir af sak-
ir ágangs vatna eða aí öðrum orsökum og víst mun
það vera, að töluvert hefir Skógey gengið af sér1.
1) Sökum þess að mönnum er svo gjarnt ah ímynda sér,
ah förnöldin haíi verið gullöld og allt þá í blóma, œtla menn
víða, að byggðir hafl verið á öræl'um og eyðisöndum, þó þar
hafl aldrei verið grænt grasstrá, þess konar sögur hafa skap-
azt um allt iand og ekki sízt i Hornafirði, set eg nokkrar til
dæmis. Eptir sögnunum á Skarðst'jörður að hafa verið star-
engi með 3 smávötnum, þá á að hafa verið skipgengur áll
eða kíll upp að Hafnarnesi ; hann var fær kaupförum, en þó
svo mjór, að leggja mátti yfir hann selanót. I Skógey er
sagt að hafi verið 18 hæir og kirkjustaður og til sanninda-
merkis um það er sagt, að þar hafi fundizt mannsherðarblað
fyrir 2 mannsöldrum, þá voru Hornafjarðarfljót ekki mikil,
þegar mest var byggðin í Skógey, sláttumenn í Skógey og í
Holtum á Mýrum gátu þá kastað milli sín brýnum yíir fljót-
ið; þá náðu engir jöklar niður í byggð, fjöllin fyrir ofan
Hornafjörð og Mýrar voru snjólaus og í þeim grösugir dalir.
Svo komu jökulhlaup og jökulflóð og eyddu allri þessari
dýrð, þá er sagt að haíi tekið upp þilhús í Skógey og borizt
með hlaupinu út á svo kallaða Mela úti við sjó á takmörk-
um Einholts- og Borgarlanda, í húsi þessu var kvennmaður,
hún lifði þar i 3 missiri (aðrir segja 3 ár) og hafði ekkerttil
viðurlífis nema eitt smjörkvartil, vötnin báru svo mikinn aur
að húsinu, að það kaffærðist í sandi; segja sumir, að hund-
ur haíi verið með stúlkunni og heyrðist hann gelta niðri í
sandinum, þá grófu menn til og fundu stúlkuna litandi, en.
hún dó brátt, er hún kenndi lopts; þar heita síðan Melahús.
I þessu jökulflóði mynduðust Hoffells- og Svínafellssandar,
og var þar graslendi áður, þá var blómlegt svæðuengi fyrir
vestan Eláfjall, sem hálft heyrði undir Einholt, háltt undir
Haukafell, nú er þar jökull. Fleiri slíkar sögur mætti til
tína. Það er eðlilegt, þó slíkar sögur skapist í þeim hóruð-.