Andvari - 01.01.1895, Qupperneq 76
46
Fagurhólsmýrar og Iíofs rennur Gljúfurá; hún kem-
ur upp í Mýrardölum, úr smálækjum og giljum i
hvömmum; er optast í henni bergvatn nokkurn
veginn hreint, og er það eina bergvatnsáin í Öræf-
um, vegna hitanna var áin þó nú mórauð af jökul-
gormi, en nærri tær er við seinna fórum yfir hana.
A hálendisrana þeim, sem gengur fram milli Hnappa-
valla og Hofs, eru tveir syðstu bæirnir i Öræfum,
Fagurhólsmýri og Hofsnes. Á þessu svæði segir
fornbýla-lýsingin 1712 frá tveim bæjum, sem höfund-
urinn þó ekki veit nöfn á, þar segir svo: »Bær er
sagt að verið hafi fyrir austan Fagurhólsmýri, ná-
lægt Salthöfða. Sigurður Pálsson, sem nú hefir
nokkra um áttrætt, segir, að einn kvennmaður hafi
sá verið í Öræfum á sinum unga aldri að nafni,
Steinunn Þormóðsdóttir, er sagt hafi sig fundið hafa
i þessu bæjarstæði, undir hellu i holu, að sjá sem
á bitahöfði, klæði sem af kvennfati, ljósdökkt, og
hafi hún haft það í upphlut sem óskemmt var; en
sú hola hafi aldrei siðan fundizt«. »Fyrir ofan Fag-
urhólsmýri, uppi undir heiðinni fyrir neðan dalina,
er haldið bær hafi verið. Þar sést til tópta. Jón
Sigmundsson, sem nú býr á Hofshjáleigu, segist ung-
ur hafa fundið þar leðurkúlu af reiða. En bæjar-
nafnið vita menn eigi«.
Þegar kemur á brúnina hjá Fátækramannahól
sér yfir hma löngu og ljótu ósa Skciðarár, myndar
hún hér geysistórt en grunnt lón, þar er ekkert að
sjá nema mórauður vatnsfláki með eyrum upp úr
hér og hvar. Allt af gengur áin nær austurlandinu
og aðal-vatnsmegn hennar rennur nú út fyrir aust-
an Ingólfshöfða; útlit og lögun óssins er nú allt
annað en sýnt er á Uppdrætti íslands. Sökum þess
að Skeiðará liggur svo mjög fyrir austan höfðann,