Andvari - 01.01.1895, Page 73
43
að hún liggi á leiði Kára Sölmundarsonar, og hafði
hann sjálfur borið hana inn fyrir dauða sinn«.
Ur Vestri-Hrútárjökli ltemur Hrútá; það er með-
al-jökulkvísl, ekki sérlega mikil; Sveinn Pálsson tel-
ur hana 1794 næsta Jökulsá að vatnsmegni; nú fer
fjarri þvi; Breiðá er margfalt vatnsmeiri. I kring um
Jökulsá og Breiðá er mest af gabbró-hnullungum og
ber það vott um, að þessi bergtegund sé innarlega
undir jöklinum, úr því hún eingöngu berst fram
með vatnsmestu ánum, sem eflaust líka eru lengst-
-ar undir jökli; fyrir vestan Breiðá liverfur gabbróið,
en þá taka við þess fleiri líisaríthnullungar og mó-
bergshnullungar, sem fyrst koma hér, af því mó-
bergsfjöll eru þar uppi í jöklinum. Fyrir vestan
Hrútá heita Fitjar og áðum við þar snöggvast á lé-
legu graslendi. Fyrir vestan Hrútárjökul kemur
Kvískersmúli fram, hann er úr móbergi og litill
kotbær, Kvísker, fyrir neðan; það er austasti bær í
Öræfum eða þó réttar hiiin eini bær, sem eptir er
af Breiðamerkurbæjunum fornu; þar er talinn þriðj-
ungur eptir af sandinum. Innarlega i Kvískerjamúla
blasir við hömrótt gilskora og gengur niður í hana
mjallahvítur, örmjór jökultangi, sem í fjarska er
•eins og foss að sjá í gilinu; reglulegur vatnsfoss er
neðar i gilinu. Fyrir vestan Kvisker kemur Kvíár-
jökull niður af Öræfajökli gegn um mjóa lægð fyrir
austan Ilnappinn. Kvíárjökull hefir rekið á undan
sér mestu ósköp af grjótrusli og er fremsti endi
hans hulinn bak við 2—300 feta háar viggirðingar,
sem jökullinn heflr sjálfur smíðað; þessi grjótgarður
hefir staðið fyrir jöklinum og liefir hann eigi getað
ýtt honum fram; jökulöldur þessar eru nú grasi
vaxnar langt upp eptir að framan. Undan Kvíár-
jökli koma tvær ár, Eystri- og Vestri-Kviá; þær eru