Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 181
151
•ekki að þurfa að flytja inn í landið fisk eða beitu
frá átlöndum. Það væri jaín hlægilegt og það, að
menn skuli flytja ís frá Skotlandi hingað til Islands.
Hvað mundu Englendingar halda um þann. er flytti
steinkol til Englands?
Til eflingar síldarveiðum hefur ekki verið veitt
neitt af opinberu fje, það jeg veit. Það sem þær eru
komnaráleiðislijá oss er samtökum ogfjelagsskap ein-
■stakra manna að þakka.
Aðrar flskiveiðar í sjó á opnum skipum hafa
heldur eigi verið styrktar mikið, en veiðar á opnum
■skipum hafa þó hina roestu þýðingu fyrir oss,ogsvo
mun lengi verða. Að eins hefur lítið eitt (sjá «yfir-
litið.) verið veitt til viðgjörða á lendingum, til »bjarg-
ráða» og til vörðuvita við Faxaflóa. Hvað »bjarg-
ráð» síra Odds Gíslasonar snertir, hefur það sýnt sig
nú í vetur í briminu í Þorlákshöfn, að lýsi, eða önn-
ur feiti, getur bjargað lífi margra manna, ef svo
ber undir, og kjalfestupokarnir hafa víst fengið al-
menna viðurhenningu, og værióskandi, að semflest-
ir vildu halda minningu síra Odds á lopti með því
að nota livorttveggja, þar sem þörf gjörist. Hjerer
eigi rúm til að fara frekar út í þetta mál (fiskiveið-
■ar á opnum skipum), en jeg skal þó minnast lítið
•eitt á einstök atriði áður en iýkur.
Þá er að minnast á lax- og silungsveiðarnar.
Það leit út fyrir, að lifna ætlaði yfir veiðum þess-
’um eptir 1883. Árið 1881 kom út i Tímariti Bók-
menntafjelagsins II. árg.' ritgjörð eptir Árna landfó-
geta Thorsteinson »um laxkynjaða fiska og fiskirækt*,
■og hvatti hann þar þing, þjóð og stjórn (s. 162) til
að stuðla að því, að byrjað væri á að gjöra laxa-
eg silungaklak hjer á landi, eins og þávar almennt
farið að gjöra í útlöndum. Afleiðingarnar urðuþær,