Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 87
57
gosið nefnt við árið 1349 : »Eldsuppkoma . . . myrkr
svá mikit, at eigi sá vegu um miðdegi*1; í*Flát-
eyjarannál 1350: »elds uppkvoma í Hnappafellsjökli
ok myrkr smá mikit at eigi sá vegu um miðdegi
ok aleyddist allt Litlahérað*2. í biskupa-annálum
segir Jón Egilsson: »6ögn og ræða manna hefir það
verið, að á tímum þessara vij slðustu biskupa (1216
—1348j bafi það skeð, að jökullinn hafi hlaupið aust-
ur í Öræfum og tekið af á einum morgni og í einu
flóði 40 bæja, en 8 hafi eptir staðið, sem nú standa,
og þar komst enginn maður undan, utan presturinn
og djákninn frá Rauðalæk; það er nú eyðijörð fram
undan Sandfelli, og kirkjan stóð þar um allt flóð,
en var þó ekki gerð utan af tré; hún er nú komin
til Sandfells, og það hafa menn sagt, að þar sjáist
víða enn merki til bæja, bæði grjót og hellur«3. I
Skálholts-annál hinum forna er getið um Iíeklugos
1341 og segir þar enn fremur: »annar elldur var
uppi í Hnapparvallarjökli, hinn ' þriðji í Herðibreið
yfir Fljótsdalshéraði ok voru allir jafnsnemma uppi«4.
Síðar hafa ýmsar þjóðsögur myndazt um eldgos þessi.
Það er mælt, að smalinn á Svínafelli, er hét Hallur,
hafi verið búinn að reka heirn sauðfé til mjalta og
voru konur farnar að mjólka, þá heyrðist dynkur
mikill í jöklinum og litlu síðar annar enn meiri, þá
mælti Hallur, að eigi væri ráð að bíða hins þriðja
og hljóp sem fætur toguðu upp fjallið og í Flosa-
helli, rétt á eptir kom þriðji bresturinn, jökullinn
sprakk fram og tók alla byggðina, en Iiallur komst
1) Isl. ann. bls. 214.
2) s. st. bls. 404.
3) Safn til sögu Islands I. bls. 32.
4) Isl. ann. bls. 209.