Andvari - 01.01.1895, Page 86
56
að segja, á hverju ári atburður þessi hefir orðið; forn-
rit og annála greinir mjög á um ártalið og það get-
ur jafnvel verið, að jökull þessi hafi gosið optar en
einu sinni á þeirri öld. I annálsbroti fornu frá
Skálholti segir svo: »1362 eldr uppi á þrem stöð-
um fyrir sunnan og hélzt það frá fardögum til hausts
með svá miklum býsnum at eyddi allt Litlahérað ok
mikið af Hornafirði ok Lónshverfi svá at eyddi 5
þingmannaleiðir, hér með hljóp Knappafellsjökull
fram í sjó, þar sem var þrítugt djúp, með grjótfalli,
aur og saur, at þar urðu síðan sléttir sandar; tók
ok af tvær kirkjusóknir með öllu at Hofi ok Rauða-
læk. Sandrinn tók í miðjan legg á sléttu en rak
saman i skafla svá at varla sá húsin. Oskufall bar
norðr um iand svá at sporrækt var. Þat fylgdi ok
þessu, at vikrinn sást reka hrönnum fyrir Vestfjörð-
um, at varla máttu skip ganga fyrir, ok jafnvel
víða fyrir norðan1*. I Gottskálks-annál stendur:
»1362 eldsuppkoma í vj stöðum á Islandi. I Aust-
fjörðum sprakk i sundur Knappafellsjökull ok hljóp
ofan á Lómagnúpssand svá að af tók vegu alla. A
sú i Austfjörðum, er heitir Ulfarsá, hljóp á stað þann
er heitir at Rauðalæk ok braut niðr allan staðinn
svá at ekki hús stóð eptir nema kirkján2 3«. í lög-
mannsannál eptir Einar Ilafliðason stendur: »1367
eldsuppkoma í Litlahéraði ok eyddi allt héraðit«8.
I Oddverja-annál stendur: »1366 eldsuppkoma í
Litlahéraði ok eyddi allt héraðit, höfðu þar áðr
verið 70 bæir, lifði engin kvik kind eptir utan ein
öldruð kona og kapall«4. I Skálholts-annál er eld-
1) íslenzkir annálar. Kristiania 1888. bls. 226.
2) s. st, bls. 859—60.
3) s. st. bls. 279.
4) s. st. bls. 489.