Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 127
97
Tnætti af hálfu ráðlierrans á alþingi, var ráðherran-
um ómögulegt að búa hann svo út, að hann gæti
jafnan sagt þinginu hver væri vilji og skoðun stjórn-
arinnar i Kaupmannahöfn á þeim málum, er til með-
ferðar voru á þinginu. A tillögur landshöfðingja var
litt að treysta, ráðgjafinn þurfti ekki að taka þær
til greina fremur en honum gott þótti, og þar sem
ábyrgðin að nafninu hvildi á honum, þá var það
miklu fremur líklegt, að hann vild^ sjálfur ráða sem (_ L
mestu. Sú þekking á málefnum vorum, sem lands-
höfðingi hafði f'ram yfir ráðgjafann, kom oss þannig
að litlu haldi, enda mjög líklegt, að landshöfðinginn
myndi optast haga sjer eptir því, sem liann ætlaði
að þessum húsbónda hans, ráðherranum, gætist best
að.
Hinar pólitisku horfur voru því alls ekki eins
glæsilegar eins og við hefði mátt búast, að nýfeng-
inni stjórnarbót. Það kom líka brátt i ljós, og hefj / ^
siðan orðið æ berara, hve örskammt þessi stjórnar-
bót frá 1874 hefur hrundið oss áfram til sannarlegs
sjálfsforræðis. Afieiðingarnar af þessu fyrirkomu-
lagi á hinni æðstu stjórn löggjafar- og landsstjórnar-
mála vorra, hafa ár frá ári sannfært oss um, hve
■öfugt og óþolandi þetta fyrirkomulag sé. Þótt þing-
ið hafi í orði kveðnu löggjafarvald, og því mætti
ætla, að stjórnin lóti það mestu ráða i þjóðmálum
vorum, þá hefur reyndin orðið sú, að vilji þess hef-
ur mjög opt orðið að lúta í lægra haldi fyrir vilja
þessarar útlendu stjórnar, hversu andstætt sem slíkt
hefur verið vilja og hugsunum þjóðarinnar á Islandi.
Þetta hefur einkurn kornið frarn í öllum þeim mál-
um, er að einhverju leyti hafa miðað til að efla
sjálfstjórn vora og fá þjóðréttindi vor viðurkennd
meira en í orði kveðnu. Sama hefur og kornið í
7