Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 178
148
tryggð, nema fyrir ærna peninga. Einstaka menn
eru nú farnir að smíða sjálíir, eða láta smíða þil-
skip hjer á landi og er það mjög lofsvert og væri
óskandi að það færi í vöxt. Hingað til hafa skip
þessi að vísu verið smá, en vonandi er, að hjer
verði mjór mikils vísir. Ef skip eru smíðuð hjer,
þurfa menn ekki svo mjög að óttast, að verða svikn-
ir á kaupunum, sem opt getur orðið, þegar brúkuð
útlend skip eru keypt. Það væri óskandi, að lijer
gætu komizt á fót stöðugar þilskipasmíðar, undir
umsjón duglegra þilskipasmiða, svo menn gætu feng-
ið skip, er væru vönduð að efni og útbúnaði, og
liefðu það lag, er bezt ættu við fiskiveiðar og sjáv-
arlag lijer við land. — Jeg veit að vísu ekki, hvort
skip smíðuð hjer yrðu ódýrari en útlend skip, en
það væri þó mannsbragur að því, að vjer sjálfir
gætum smíðað undir oss fieytuna, og það yki at-
vinnu í landinu. Eins og áður er minnzt á, var á-
kveðið á alþingi 1891, að veita mætti allt að 40000
kr. lán úr viðlagasjóði til þilskipakaupa þannig, að
hver einstakur maður, er þilskip vildi kaupa, gæti
lánað allt að 4000 kr. gegn fulltryggu veði, 28 ára
afborgun og 6°/o vöxtum. En þetta lán er þeim
skilyrðum bundið, að erfitt verður fyrir margan, að
gefa gilda tryggingu fyrir láninu, nema því að eins
að hið keypta skip geti sjálft verið næg trygging,
en til þess þarf skipið að vera vátryggt, því þá fyrst
er það örugg eign. Auk þess þurfa menn optastað
gefa töluvert meira fyrir fiskiskip en 4000 kr. og
einhversstaðar verður að taka það fje frá, lánaþað,
ef það er eigi fyrirliggjandi. En nú er loks komið
svo langt, að stofnuð hefur verið þilskipaábyrgð við
Faxaflóa, sem óskandi er að megi vel þrífast. Er
vonandi, að landið styrki þennan ábyrgðarsjóð, svo