Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 53
2b
neðsti tangi þess jökuls gengur austur fyrir háls-
nefið og yfir undir klettasnös úr Heinabergsfjöllum,
stiflast þar opt vatn fyrir ofan og veldur það stund-
um miklum hlaupum úr Hólmsá. Heinabergsjökl-
arnir1 eru eiginlega tveir og ganga saman neðst
fyrir neðan Hafrafell, sem stendur uppi í jöklinum,
og eru miklar aurrákir þvert upp á jöklamótunum;
þessi hinn tvískipti og aptur sameinaði Heinabergs-
jökull gengur niður milli Iléinabergsfjalla að austan
en Skálafellshnútu að vestan, er hann mjög siginn
frarn á sandana, en þó eru jökulöldur töluverðar
fyrir framan hann. Undan hinum eystri Iíeinabergs-
jökli koma Heinabergsvötn, þau falla sitt á hvað,
eru stundum sérstök, falla stundum í Hólmsá, stund-
um í Kolgrlmu og stundum skiptast þau og renua
saman við báðar þessar ár. Undan hinum vestri
fíeinabergsjökli kemur Kolgríma, liún skiptist í
tvennt og eru klappaholt (Moldbakkahraun) á milli
kvislanna. Fyrir framan rönd vestra jökulsins er
grasivaxinn kiappaháls, er heitir Eystra-Land, þar
var fyrrum býli, hjáleiga frá Skálafelli. Ileinabergs-
sandur byrjar fyrir austan Iiólmsá og nær vestur
fyrir Kolgrímu, i honutn er stórgrýtt möl, mest smáir
blágrýtis-hnullungar, en þó dálítið af líparíti innan
um. Sökum hitanna voru vötn óvanalega mikil og
1) Sveitamenn er næst búa kafa sjaldan sérstök nöfn á,
öllum jökultöngum og nöfn þeirra eru opt á reiki. Jöklarnir
frá Fláfjalli til Skálaf'ellsbnútu eru optíeinu kalfaðir Heina-
bergsjöklar og ekki gerður greinarmunur á hinum einstöku
jöklum. Austasti jökullinn er í lýsingu Einholtssóknar eptir
síra Jón Bergsson (1839) kallaður Fláajökull og heíi eg haldið
þvi nafni hér, A. Helland kallar hann Hólmsárjökul, en mór
■finnst róttast að lialda eldra nafuinu.