Andvari - 01.01.1895, Page 105
75
tún og afla sór alls er þurfti, en þeir báðir efnalitl-
ir ómagamenn. í íerðasögunni 1882 lýsti eg nokk-
uð jurtagróðri i Viðirdal; þarvar þá óvenjulega mik-
ill og stórvaxinn fjallagróður; jurtirnar höfðu fengið
að vera í næði, því sjaldan mun þar hafa komið
kind í 30—40 ár eptir að byggðin tókst af; nú er
eg kom þar aptur eptir 12 ár gaf mér á að líta,
hve mikil breyting var á orðin; hér má sjá smá-
vegis sýnishorn þess, hvernig hinn upprunalegi
■dalagróður hefir breytzt eptir að fornmenn höfðu
numið land; ræktunin og fjárbeitin er algjörlega
búin að breyta Víðirdal. Þar sem víðirinn var mest-
ur og hvannstóðið, er nú víðáttumikið tún; þó tún-
ið sé stórt þá fást að eins af því 40 liestar; það er
snögglent, grasið gisið og sést í mold á milli stráa,
en jarðvegur allur er fullur af gömlum víðitágum
•og hvannarótum; gamli gróðurinn íuundi því að lík-
indum vaxa upp aptur, ef bærinn legðist aptur í
eyði; í bæjarveggjunum vaxa litlar grá- og gulvíðir-
hríslur út úr hnausunum. Utan túns er gróður nú
allur töluvert smávaxnari en áður; í dalnum er
mest af víðirtegundum og lyngi; mýrgresi sést þar
því nær hvergi nema á öhsmáum blettum við upp-
vermsludý. Slægjuleysið er aðalgallinn ; með því að
reita saman laufslægjur og mýraslægjur víðsvegar í
dalnum og á hjöllunum í kring má fá hér um bil
100 hesta; aðalkosturinn er fjárbeitin, hún er ágæt
i Kollumúlanum, en fjárgæzlan er mjög örðug á vetr-
um, því þá verður að hafa féð framan og vestan í
Kollumúlanum, en þaðan er mjög langt til bæjar;
þeir Víðidalsfeðgar eiga kofa þar vestan í múlanum,
og liggja þar stundum við 2 til 3 vilcur í einu á
vetrum, því ómögulegt er að ganga til fjárins dag-
lega yfir múlann; nýlega kom það fyrir ura vetur,